Fuglaflensan til Íslands næsta vor 14. október 2005 00:01 Fuglaflensutilvik hafa undanfarna daga komið upp í bæði Tyrklandi og Rúmeníu. Flest bendir til að fuglaflensa breiðist út um alla Evrópu næsta vor. Yfirdýralæknisembættið á Íslandi hefur fengið tæpar tvær milljónir króna til að rannsaka alifugla hérlendis og farfugla sem koma hingað næsta vor.Enn er H5N1-stofninn svokallaði ekki stökkbreyttur þannig að hann sé bráðsmitandi, og líkurnar á smiti frá dýrum í menn því ennþá litlar. En í kjölfar þess að mannskæði stofn flensunnar fannst í Tyrklandi í gær og að flensan hefur borist til Rúmeníu og Rússlands, þykir samt full ástæða til ítrustu varúðarráðstafana. Evrópskir sóttvarnasérfræðingar héldu neyðarfund í Brüssel í dag, enda þykir nær öruggt að fuglaflensan dreifist um Evrópu næsta vor, þegar farfuglar koma til sumardvalar af svæðum þar sem flensan hefur nú þegar greinst. Embætti yfirdýralæknis hér á landi hefur fengið tæpar tvær milljónir til rannsókna. Þær verða notaðar til að rannsaka alifugla bæði inni og úti og ekki síst til að taka sýni úr farfuglunum sem koma næsta vor. Yfirdýralæknir hvetur fólk sem er á leiðinni til Tyrklands, Rúmeníu eða annarra landa þar sem flensan hefur gert vart við sig, til að gæta ýtrustu varúðar á ferðalögunum. Ferðamenn eru hvattir til að forðast snertingu við fugla og fiðurfénað hér á landi í 48 tvo sólarhringa eftir heimkomuna til Íslands, ef þeira hafa komist í snertingu við lifandi fiðurfénað á ferðalaginu. Þá eru tollayfirvöld beðin um að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart öllum afurðum frá þessum löndum. Fáar ferðaskrifstofur á Íslandi eru með skipulagðar ferðir til Rúmeníu og Tyrklands á þessum árstíma. Úrvali Útsýn hafa samt borist nokkur símtöl í dag, frá fólki sem vill vita hvort óhætt sé að fara til Tyrklands og Rúmeníu. Að sögn starfsmanna þar hefur þó ekkert borið á að fólk ætli að hætta við, enda engin ástæða til þess. Aðrar ferðaskrifstofur sem fréttastofan hafði samband við, höfðu ekki fengið neinar fyrirspurnir vegna fuglaflensunnar í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Fuglaflensutilvik hafa undanfarna daga komið upp í bæði Tyrklandi og Rúmeníu. Flest bendir til að fuglaflensa breiðist út um alla Evrópu næsta vor. Yfirdýralæknisembættið á Íslandi hefur fengið tæpar tvær milljónir króna til að rannsaka alifugla hérlendis og farfugla sem koma hingað næsta vor.Enn er H5N1-stofninn svokallaði ekki stökkbreyttur þannig að hann sé bráðsmitandi, og líkurnar á smiti frá dýrum í menn því ennþá litlar. En í kjölfar þess að mannskæði stofn flensunnar fannst í Tyrklandi í gær og að flensan hefur borist til Rúmeníu og Rússlands, þykir samt full ástæða til ítrustu varúðarráðstafana. Evrópskir sóttvarnasérfræðingar héldu neyðarfund í Brüssel í dag, enda þykir nær öruggt að fuglaflensan dreifist um Evrópu næsta vor, þegar farfuglar koma til sumardvalar af svæðum þar sem flensan hefur nú þegar greinst. Embætti yfirdýralæknis hér á landi hefur fengið tæpar tvær milljónir til rannsókna. Þær verða notaðar til að rannsaka alifugla bæði inni og úti og ekki síst til að taka sýni úr farfuglunum sem koma næsta vor. Yfirdýralæknir hvetur fólk sem er á leiðinni til Tyrklands, Rúmeníu eða annarra landa þar sem flensan hefur gert vart við sig, til að gæta ýtrustu varúðar á ferðalögunum. Ferðamenn eru hvattir til að forðast snertingu við fugla og fiðurfénað hér á landi í 48 tvo sólarhringa eftir heimkomuna til Íslands, ef þeira hafa komist í snertingu við lifandi fiðurfénað á ferðalaginu. Þá eru tollayfirvöld beðin um að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart öllum afurðum frá þessum löndum. Fáar ferðaskrifstofur á Íslandi eru með skipulagðar ferðir til Rúmeníu og Tyrklands á þessum árstíma. Úrvali Útsýn hafa samt borist nokkur símtöl í dag, frá fólki sem vill vita hvort óhætt sé að fara til Tyrklands og Rúmeníu. Að sögn starfsmanna þar hefur þó ekkert borið á að fólk ætli að hætta við, enda engin ástæða til þess. Aðrar ferðaskrifstofur sem fréttastofan hafði samband við, höfðu ekki fengið neinar fyrirspurnir vegna fuglaflensunnar í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira