Innlent

Hrafn þreyir skákmaraþon

Hrafn Jökulsson, forseti skákfélagsins Hróksins, ætlar að þreyja skákmaraþon í Kringlunni í dag. Þetta gerir hann til að safna fyrir tafl-settum handa grunnskólabörnum á Austur-Grænlandi. Hrafn stefnir að því að tefla tvö hundruð og fimmtíu skákir en búist er við að skákmaraþonið taki fjörutíu klukkustundir. Því lýkur því ekki fyrr en á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×