Sport

Knattspyrnumenn fá Óskarinn

Til stendur að setja á laggirnar Óskarsverðlaunahátíð fyrir knattspyrnumenn á ráðstefnumiðstöð Wembley í London þann 19. september næstkomandi. Hugmyndin er að 40 þúsund knattspyrnumenn, víðs vegar um heiminn, eigi möguleika á að velja besta 11 manna lið heims og verða leikmenn liðsins verðlaunaðir á fyrrnefndri hátíð sem áætlað er að fari fram árlega héðan í frá. Á hátíðinni mun einnig verða boðið upp á tónlistaratriði með heimsþekktum tónlistarmönnum sem og þekkta gestakynna. Hátíðinni verður sjónvarpað um allan heim og búast aðstandendur við að 300 milljónir manna muni fylgjast með útsendingunni. "Ég set þetta í dagbókina mína," sagði John Terry, fyrirliði Chelsea. Hönnun verðlaunagripsins er í vinnslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×