Gæti orðið ónæmt fyrir sýklalyfjum 17. október 2005 00:01 Tríklosan, efni sem finnst í mörgum snyrti- og hreinlætisvörum og varað hefur verið við, stuðlar að uppbyggingu mun harðgerðari bakteríustofna og getur valdið því að fólk verði ónæmt fyrir sýklalyfjum. Tríklosan er bakteríudrepandi sem mætti ef til vill ætla að væri jákvætt en það hefur þvert á móti slæm áhrif bæði á líkama og umhverfi. Með því að nota sífellt bakteríudrepandi efni ræktar fólk upp harðgerari bakteríustofna og það getur jafnvel leitt til þess að þeir verði ónæmir fyrir lyfjum. Níels Br. Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, bendir á til samanburðar að ef fólk skeri sig þá sé notað sótthreinsandi á sárið meðan það er að loka sér. Það sé hins vegar ekki verið að sulla í sótthreinsandi efnum alla daga. Tríklósan er flokkað sem eiturefni í Bandaríkjunum og Evrópusambandið hefur nýverið hert reglur um vörur sem innihalda efnið svo þeir sem vilja forðast það eiga að geta séð það í innihaldslýsingunni, á snyrtivörum að minnsta kosti. Níels segir að það sem honum finnist svolítið athyglisvert sé það að strax við styrkinn 0,25%, sem sé mjög lágt, þá er þetta merki farið að fá umhverfismerki. Það er, efnavörur sem innihalda jafnvel lægra hlutfall en tríklósan en til dæmis tannkrem þarf að merkja sem umhverfisskaðvald, en ekki snyrtivöruna. Níels segir að enn sem komið er sé ekki alveg ljóst hvaða afleiðingar það hafi að efnið safnist upp í líkamsvef og umhverfi en í ljósi sögunnar, þar sem efni sem brotni ekki niður hafa til dæmis reynst leiða til þess að dýr verði tvíkynja, hringi allar viðvörunarbjöllur hjá efnafræðingum þegar efni hagi sér með þessum hætti. Það séu því fyrst og fremst öryggissjónarmið sem ráði því að svo hart sé brugðist við. Fréttir Innlent Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Tríklosan, efni sem finnst í mörgum snyrti- og hreinlætisvörum og varað hefur verið við, stuðlar að uppbyggingu mun harðgerðari bakteríustofna og getur valdið því að fólk verði ónæmt fyrir sýklalyfjum. Tríklosan er bakteríudrepandi sem mætti ef til vill ætla að væri jákvætt en það hefur þvert á móti slæm áhrif bæði á líkama og umhverfi. Með því að nota sífellt bakteríudrepandi efni ræktar fólk upp harðgerari bakteríustofna og það getur jafnvel leitt til þess að þeir verði ónæmir fyrir lyfjum. Níels Br. Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, bendir á til samanburðar að ef fólk skeri sig þá sé notað sótthreinsandi á sárið meðan það er að loka sér. Það sé hins vegar ekki verið að sulla í sótthreinsandi efnum alla daga. Tríklósan er flokkað sem eiturefni í Bandaríkjunum og Evrópusambandið hefur nýverið hert reglur um vörur sem innihalda efnið svo þeir sem vilja forðast það eiga að geta séð það í innihaldslýsingunni, á snyrtivörum að minnsta kosti. Níels segir að það sem honum finnist svolítið athyglisvert sé það að strax við styrkinn 0,25%, sem sé mjög lágt, þá er þetta merki farið að fá umhverfismerki. Það er, efnavörur sem innihalda jafnvel lægra hlutfall en tríklósan en til dæmis tannkrem þarf að merkja sem umhverfisskaðvald, en ekki snyrtivöruna. Níels segir að enn sem komið er sé ekki alveg ljóst hvaða afleiðingar það hafi að efnið safnist upp í líkamsvef og umhverfi en í ljósi sögunnar, þar sem efni sem brotni ekki niður hafa til dæmis reynst leiða til þess að dýr verði tvíkynja, hringi allar viðvörunarbjöllur hjá efnafræðingum þegar efni hagi sér með þessum hætti. Það séu því fyrst og fremst öryggissjónarmið sem ráði því að svo hart sé brugðist við.
Fréttir Innlent Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira