Innlent

Rússnesk herskip til landsins

Tvö rússnesk herskip, kafbátavarnaskip og olíubirgðaskip, eru væntanleg í vináttuheimsókn hingað til lands um helgina. Kafbátavarnaskipið skýtur við komuna til Reykjavíkur á sunnudag 21 fallbyssuskoti frá borði skipsins í virðingarskyni við Ísland. Æðstu embættismenn landsins heimsækja skipið meðan það liggur við festar í Reykjavíkurhöfn auk þess sem það verður opið almenningi. Skipin láta úr Reykjavíkurhöfn á fimmtudag og stefna á Hornstrandir en þar verður rússneskrar skipalestar sem fórst árið 1942 minnst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×