Skortur á legurúmum fækkar gerviliðaaðgerðum 29. nóvember 2005 08:00 Að meðaltali koma 215 einstaklingar á dag á slysa- og bráðamóttökur Landspítala- háskólasjúkrahúss. Það sem af er þessu ári hefur komum fjölgað um 9 prósent frá því í fyrra. Biðlistar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eftir gerviliðaaðgerðum lengdust umtalsvert á fyrstu tíu mánuðum þessa árs vegna skorts á legurúmum eftir aðgerð. Þetta kemur fram hjá Önnu Lilju Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra sem tekið hefur saman stjórnunarupplýsingar um rekstur spítalans á ofangreindu tímabili. Það sem af er árinu koma að meðaltali 215 einstaklingar á dag á slysa- og bráðamóttökur spítalans sem er fjölgun um 9 prósent frá því í fyrra. Flestir koma af höfuðborgarsvæðinu og þar af er stærsti hópurinn úr póstnúmeri 203 sem er Vatnsendahverfið í Kópavogi en þar er ekki starfrækt heilsugæslustöð. Mjög margir koma frá póstnúmerum 113 og 111 sem er Grafarholt og Efra-Breiðholt. Þá kemur á óvart hversu margir koma af Suðurlandi og Reykjanesi og mun fleiri en úr öðrum landsvæðum. Fæstar heimsóknir eru frá íbúum á Norðurlandi. Hjartaþræðingar voru 1.437 það sem af er árinu og hafði fjölgað um 18,5 prósent frá sama tíma fyrir ári. Kransæðavíkkanir voru 580 sem er 23,4 prósent fjölgun. Biðlistar eftir hjartaþræðingu hafa lengst um fjórðung á árinu og bíða nú 195 einstaklingar eftir hjartaþræðingu. Skurðaðgerðum fjölgar um 1,8 prósent fyrstu tíu mánuði ársins. Fækkað hefur þó á biðlistum eftir skurðaðgerð um 19,8 prósent frá sama tíma í fyrra. Nú bíða 28 einstaklingar eftir aðgerð vegna vélindabakflæðis og þindarslits. Í fyrra biðu 100 manns eftir slíkri aðgerð. Skurðaðgerðum á augasteini hefur fjölgað um rúm 7 prósent á þessu ári og bíða nú 917 einstaklingar eftir slíkri aðgerð en í fyrra biðu 1.257. Hins vegar hefur fjölgað á biðlista eftir gerviliðaaðgerð á hné og bíða nú 138 eftir aðgerð en í fyrra biðu 119. Eftir gerviliðaaðgerð á mjöðm bíða nú 98 einstaklingar en 100 biðu í fyrra. Aðalástæða þess að fjölgað hefur aftur á biðlista eftir gerviliðaaðgerð er að þurft hefur að hætta við fjölda aðgerða í október og nóvember vegna þess að ekki hafa verið til legurúm á legudeild fyrir sjúklingana að lokinni aðgerð. Í október þurfti að hætta við 14 aðgerðir vegna þessa og fyrri helming nóvember hefur þurft að hætta við 14 aðgerðir til viðbótar. Aukið álag á legudeildum er meðal annars vegna sjúklinga sem hafa fengið þjónustu á LSH og bíða eftir útskrift í framhaldsúrræði, oftast á hjúkrunarheimili. Bráðabirgðauppgjör LSH fyrir fyrstu tíu mánuði ársins sýnir 250 milljónir króna umfram rekstraráætlun eða 1,0 prósent. Launagjöld eru 1,1 prósent umfram áætlun en rekstrarkostnaður fer 4,0 prósent fram úr áætlun. Kostnaður vegna S-merktra lyfja er í samræmi við rekstraráætlun. Dráttarvaxtagreiðslur eru 58 milljónir þessa fyrstu tíu mánuði. Það er umfram áætlun og stafar af erfiðri greiðslustöðu vegna mikils uppsafnaðs rekstrarhalla undanfarinna ára. Sem fyrr er rekstur flestra sviða spítalans í samræmi við rekstraráætlun. Innlent Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Biðlistar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eftir gerviliðaaðgerðum lengdust umtalsvert á fyrstu tíu mánuðum þessa árs vegna skorts á legurúmum eftir aðgerð. Þetta kemur fram hjá Önnu Lilju Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra sem tekið hefur saman stjórnunarupplýsingar um rekstur spítalans á ofangreindu tímabili. Það sem af er árinu koma að meðaltali 215 einstaklingar á dag á slysa- og bráðamóttökur spítalans sem er fjölgun um 9 prósent frá því í fyrra. Flestir koma af höfuðborgarsvæðinu og þar af er stærsti hópurinn úr póstnúmeri 203 sem er Vatnsendahverfið í Kópavogi en þar er ekki starfrækt heilsugæslustöð. Mjög margir koma frá póstnúmerum 113 og 111 sem er Grafarholt og Efra-Breiðholt. Þá kemur á óvart hversu margir koma af Suðurlandi og Reykjanesi og mun fleiri en úr öðrum landsvæðum. Fæstar heimsóknir eru frá íbúum á Norðurlandi. Hjartaþræðingar voru 1.437 það sem af er árinu og hafði fjölgað um 18,5 prósent frá sama tíma fyrir ári. Kransæðavíkkanir voru 580 sem er 23,4 prósent fjölgun. Biðlistar eftir hjartaþræðingu hafa lengst um fjórðung á árinu og bíða nú 195 einstaklingar eftir hjartaþræðingu. Skurðaðgerðum fjölgar um 1,8 prósent fyrstu tíu mánuði ársins. Fækkað hefur þó á biðlistum eftir skurðaðgerð um 19,8 prósent frá sama tíma í fyrra. Nú bíða 28 einstaklingar eftir aðgerð vegna vélindabakflæðis og þindarslits. Í fyrra biðu 100 manns eftir slíkri aðgerð. Skurðaðgerðum á augasteini hefur fjölgað um rúm 7 prósent á þessu ári og bíða nú 917 einstaklingar eftir slíkri aðgerð en í fyrra biðu 1.257. Hins vegar hefur fjölgað á biðlista eftir gerviliðaaðgerð á hné og bíða nú 138 eftir aðgerð en í fyrra biðu 119. Eftir gerviliðaaðgerð á mjöðm bíða nú 98 einstaklingar en 100 biðu í fyrra. Aðalástæða þess að fjölgað hefur aftur á biðlista eftir gerviliðaaðgerð er að þurft hefur að hætta við fjölda aðgerða í október og nóvember vegna þess að ekki hafa verið til legurúm á legudeild fyrir sjúklingana að lokinni aðgerð. Í október þurfti að hætta við 14 aðgerðir vegna þessa og fyrri helming nóvember hefur þurft að hætta við 14 aðgerðir til viðbótar. Aukið álag á legudeildum er meðal annars vegna sjúklinga sem hafa fengið þjónustu á LSH og bíða eftir útskrift í framhaldsúrræði, oftast á hjúkrunarheimili. Bráðabirgðauppgjör LSH fyrir fyrstu tíu mánuði ársins sýnir 250 milljónir króna umfram rekstraráætlun eða 1,0 prósent. Launagjöld eru 1,1 prósent umfram áætlun en rekstrarkostnaður fer 4,0 prósent fram úr áætlun. Kostnaður vegna S-merktra lyfja er í samræmi við rekstraráætlun. Dráttarvaxtagreiðslur eru 58 milljónir þessa fyrstu tíu mánuði. Það er umfram áætlun og stafar af erfiðri greiðslustöðu vegna mikils uppsafnaðs rekstrarhalla undanfarinna ára. Sem fyrr er rekstur flestra sviða spítalans í samræmi við rekstraráætlun.
Innlent Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira