Erlent

Tvær lestir af teinunum

Sex öryggisverðir létust og tólf slösuðust í Tyrklandi í gær þegar tvær lestir fóru út af teinunum. Orsök slyssins eru kunn, kúrdneskir uppreisnarmenn sprengdu tvær sprengjur á lestarteinum, undir lestunum, með þessum afleiðingum. Þriðja sprengjan fannst ekki langt frá þar sem fyrsta sprengjan sprakk og tókst að aftengja hana. Tyrkneska leyniþjónustan segir að kúrdneskir bardagamenn hafi í æ meira mæli notað fjarstýrðar sprengjur í árásum sínum síðan stríðið í Írak hófst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×