Erlent

Þriðja hákarlaárásin í vikunni

Hákarlar við Flórídastrendur hafa þrisvar ráðist á fólk á innan við viku. Í gær beit hákarl nítján ára gamlan austurrískan ferðamann sem var á sundi skammt undan ströndinni. Hann slapp þó vel miðað við aðstæður þar sem hákarlinn náði aðeins að bíta hann í ökklann. Þetta gerðist um 230 kílómetra norðvestur af Miami. Hákarl beit fjórtán ára stúlku til bana á svipuðum slóðum um síðustu helgi og sextán ára drengur missti fót í hákarlskjaft á mánudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×