Erlent

Gruna uppreisnarmenn um tilræði

Grunur leikur á að tsjetsjenskir uppreisnarmenn beri ábyrgð á sprengingunni á brautarteinum í Rússlandi í morgun sem varð þess valdandi að farþegalest fór út af sporinu. Fimmtán slösuðust, meðal annars 18 mánaða stúlkubarn sem hlaut alvarleg brunasár. Lestin var á leið frá Tsjetsjeníu til Moskvu. Mikill viðbúnaður er í Rússlandi í dag, þjóðhátíðardag Rússa, enda hafa uppreisnarmenn iðulega látið til skarar skríða við slík tímamót. Sprengingin varð nokkrum klukkustundum fyrir hátíðarsamkomu sem Vladímir Pútín, forseti landsins, hélt í Kreml.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×