Innlent

Þónokkur umferðaróhöpp í gær

Þónokkur umferðaróhöpp urðu í gær og gærkvöldi sem öll eru rakin til hálku. Bíll valt á Suðurlandsvegi í Ölfusi, annar í Hveragerði, þá rann bíll út af veginum við Suðureyri í gærkvöldi vegna krapa og hafnaði ofan í fjöru, tveir bílar fóru út af á Öxnadalsheiði og einn festist í snjó á Fróðárheiði. Engin slys urðu í þessum tilvikum en lögregla vill vara ökumenn við því að nú sé að vænta vetrarskilyrða til aksturs næstu dagana, að minnstakosti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×