Innlent

Byggðastofnun ósammála skýrslu

Byggðastofnun gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu Stjórnahátta um útlánatap stofnunarinnar. Byggðstofnun segir að upplýsingar í skýrslunni um útlán og afskriftarreikning útlána standist ekki.

Vegna þessa fékk Byggðastofnun endurskoðunarfyrirtækið Ernst og Young til þess að gera úttekt á nokkrum atriðum skýrslunnar. Í skýrslu Ernst og Young er bent á staðreyndavillur og sagt að þau tuttugu og þrjú prósent sem sagt er að Byggðstofnun hafi tapað af útlánum mlli 1995 og 2004 séu aðeins þrjú komma sex prósent.

Einnig kemur fram leiðrétting á þá fullyrðingu í skýrslu Stjórnarhátta að hlutfalla tapaðra útlána hafi vaxið undanfarin ár og verið yfir fimmtíu prósent árið 2004. Sagt er í skýrlsu Ernst og Young að það sé engan veginn rétt.

Í niðurstöðu Ernst og Young segir að skýringin á tapi Byggðastofnunar sé ekki áhættu í útlánum eins og skýrsla Stjórnarhátta segir heldur sé meginskýringin á fjárhagsvanda stofnunarinnar sú að vegna breytinga sem orðið hafa í rekstrarumhverfinu séu viðskiptamenn stofnunarinnar áhættusamari skuldarar og því hafi töpuð útlán hækkað og séu of há.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×