Innlent

Fjárnám án árangurs eykst

Árangurslaust fjárnám í eignum fólks undir þrítugu, er þrjátíu prósentum algengara nú en það var árið 2001. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráð­herra við fyrirspurn Valdimars L. Friðriks­sonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Flestar árangurslausar tilraunir til fjárnáms eru gerðar hjá þrítugum einstaklingum, en þær voru 635 á umræddum fimm árum.

Það sem af er þessu ári hafa verið gerðar 1.106 árangurslausar tilraunir til fjárnáms hjá aldurshópnum fimmtán til þrjátíu ára. - saj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×