Erlent

Omri Sharon semur við saksóknara vegna spillingarmáls

Omri Sharon kemur til réttarhalda í Tel Aviv í dag.
Omri Sharon kemur til réttarhalda í Tel Aviv í dag. MYND/AP

Elsti sonur Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, sem ákærður er fyrir spillingu í tengslum við fjáröflun fyrir kosningabaráttu föður síns hefur náð samkomulagi við saksóknara. Omri Sharon er gefið að sök að hafa komið á fót gervifyrirtækjum til þess að dylja ólögleg framlög í kosningasjóð föður hans fyrir leiðtogakosningar í Likud-bandalaginu árið 1999, en Sharon eldri sigraði í kosningunum og varð í kjölfarið forsætisráðherra Ísraels. Omri hefur viðurkennt skjalafals, að hafa framið meinsæri og að hafa brotið fjármögnunarlög stjórnmálaflokka en á móti fellur ákæruvaldið frá ákærum um fjársvik og trúnaðarrof. Omri hefur setið á þingi fyrir Likud-bandalagið í nokkurn tíma en útlit er fyrir að hann þurfi að segja af sér þingmennsku vegna ákæranna. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi verði hann sakfelldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×