Sport

Pongolle frá út tímabilið

Meiðslamartröð Liverpool heldur áfram en í dag fékkst það staðfest að Frakkinn ungi, Florent Sinama Pongolle, sem meiddist í leiknum gegn Watford í gærkvöldi, verði frá út tímabilið í það minnsta, og gæti jafnvel misst af byrjun næsta tímabils. Bera varð Pongolle af velli aðeins þrem mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður seint í leiknum. Fréttirnar koma eins og köld vatnsgusa í andlit Rafa Benitez, en spænski stjórinn hefur verið ótrúlega óheppinn með meiðsli lykilmanna sinna í vetur og hafa leikmenn á borð við Xabi Alonso, Chris Kirkland, Djibril Cissé, Harry Kewell, Vladimir Smicer, Steve Finnan, Josemi, Steven Gerrard, Luis Garcia, Antonio Nunez, Milan Baros og nú Pongolle, allir átt við erfið meiðsli að stríða á tímabilinu, og margir þeirra enn meiddir. Þetta ætti að einhverju leyti að skýra dapurt gengi þeirra rauðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×