Erlent

Spáð enn meiri hallla

Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum á næsta ári verður um 25 þúsund milljarðar íslenskra króna. Þessu spáir fjárhagsskrifstofa Bandaríkjaþings í árlegri úttekt sinni. Jafnframt er því spáð að uppsafnaður fjárlagahalli næstu tíu ára muni nema nærri 80 billjónum íslenskra króna. Þetta er meira en 60 prósenta aukning frá spá sem gerð var fyrir aðeins fjórum mánuðum. 4800 milljarða aukafjárveiting vegna Íraksstríðsins, sem beðið var um í gær, er inni í þessari spá en þó er ekki gert ráð fyrir frekari aukafjárveitingum vegna stríðsrekstursins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×