Erlent

Mænusóttarfaraldur í Jemen

Mænusóttarfaraldur geisar nú í Jemen og hafa 108 börn þegar lamast af hennar völdum, samkvæmt upplýsingum fréttastofu Reuters. 14 tilfelli hafa einnig greinst í Indónesíu. Bólusetningarherferð er að fara af stað en sjúkdómsins hefur ekki orðið vart í þessum löndum í meira en áratug. Veiran leggst á heila og mænu, einkum hjá börnum undir fimm ára aldri, og getur lamað þau á nokkrum klukkustundum og jafnvel dregið þau til dauða. Ástæða þessa faraldar núna er sú að bólusetningar gegn mænusótt voru bannaðar í Kano-héraði í Nígeríu því yfirvöld töldu bólusetningarnar geta valdið ófrjósemi og útbreiðslu alnæmis. Þau skiptu um skoðun tíu mánuðum síðar en á þeim tíma dreifðist veiran þvert yfir Afríku, yfir Rauðahafið og til Jemens, Sádi-Arabíu og Indónesíu, samtals til sextán landa sem höfðu verið laus við mænusóttarveiruna árum og áratugum saman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×