Erlent

Athugasemdir við framkvæmd kosninga

Það fór eins og búast mátti við í þingkosningunum í Aserbædjan um helgina. Flokkur forsetans Ilham Alievs fagnaði sigri, en alþjóðleg eftirlitsnefnd taldi margt athugavert við framkvæmd kosninganna. Kjörstjórn hefur ákveðið að ógilda kosningarnar í tveimur kjördæmum, og endurtalning atkvæða hefur verið fyrirskipuð í öðru. Óeirðalögreglan hefur verið send út á götu ef fólki skyldi nú detta í hug að fara að vera með læti eins og í sumum nágrannaríkjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×