Erlent

Evrópuráðið hefur rannsókn á meintum leynifangelsum

MYND/Stöð 2

Evrópuráðið hóf í dag rannsókn sína á því hvort leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, starfræki leynifangelsi í Austur-Evrópu. Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá þessu í síðustu viku og sagði að þar væru meintir hryðjuverkamenn í haldi þar sem þeir væru pyntaðir til sagna. Eins og fram hefur komið hafa meintar fangaflugvélar CIA haft viðkomu á Íslandi. Búið er skipa yfirmann rannsóknarinnar og heldur hann til Rúmeníu síðar í mánuðinum til þess að kanna hvort staðhæfingar Mannréttindavaktarinnar um að leynifangelsin séu í Rúmeníu og Póllandi eigi við rök að styðjast, en í síðustu viku þvertóku stjórnvöld þessara landa fyrir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×