Erlent

Fujimori neitað um lausn gegn tryggingu

Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Chiles.
Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Chiles. MYND/AP

Hæstiréttur Chile hafnaði í dag kröfu verjenda Albertos Fujimoris, fyrrverandi forseta Perús, um að hann yrði látinn laus gegn tryggingu. Fujimori var handtekinn í gær skömmu eftir að hann kom til Chiles, en hann hefur verið sakaður um mannréttindabrot og spillingu í valdatíð sinni í Perú sem stóð yfir á árunum 1990-2000.

Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum innan dómskerfisins í Chile að perúsk yfirvöld vinni nú að því að fá forsetann fyrrverandi framseldan vegna meintra brota hans, en hann hefur undanfarin fimm ár dvalist í Japan. Verði Fujimori framseldur er ólíklegt að áætlanir hans um að bjóða sig aftur fram til forseta Perús verði að veruleika, en hann hefur sagst vilja svara kalli stuðningsmanna sinna með framboði í kosningum sem fram fara í apríl á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×