Erlent

Forsetakosningar í Líberíu í dag

Stuðningsmenn George Weah halda á mynd af honum á dýrðartíma hans hjá AC Milan, en Weah er mjög vinsæll í heimalandi sínu.
Stuðningsmenn George Weah halda á mynd af honum á dýrðartíma hans hjá AC Milan, en Weah er mjög vinsæll í heimalandi sínu. MYND/AP

Líberíumenn ganga í dag til seinni umferðar forsetakosninga sem eru þær fyrstu síðan fjórtán ára borgarastyrjöld í landinu lauk. Valið stendur á milli tveggja frambjóðenda, fyrrverandi knattspyrnugoðsins George Weah, sem hlaut flest atkvæði fyrri umferð kosninganna, og Ellenar Johnson-Sirleaf, hagfræðings sem menntuð er í Harvard og sækist eftir að verða fyrsta konan í leiðtogaemætti í Afríkuríki.

Biðraðir hafa verið fyrir utan kjörstaði í morgun og þúsundir kosningaeftirlitsmanna eru í landinu ásamt friðargæsluliðum sem gæta öryggis á kjörstöðum. Von er á útgönguspám um klukkann sex að íslenskum tíma og endanleg úrslit eiga að liggja fyrir innan tveggja vikna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×