Erlent

Viagra ekki bara stinningarlyf

MYND/Birta
 
Þýskir vísindamenn hafa komist að því að Viagra er ekki eingöngu stinningarlyf, heldur virkar einnig á blóðrásarsjúkdóminn Raynauds. Sjúkdómurinn sem hrjáir aðallega ungar konur lýsir sér í hægri blóðrás til handa og fóta sem leiða til mikils handkulda, útbrota og skjálfta. Ekkert lyf hefur dugað á sjúkdóminn hingað til. En eftir nokkra vikna inngjöf Viagra sáust batamerki á flestum konunum.

Læknar binda nú miklar vonir við að Viagra dugi einnig til meðferðar á öðrum blóðrásarsjúkdómum en fyrri rannsóknir sýna að Viagra gagnast kransæðasjúklingum.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×