Erlent

Skútsiglingamenn í vandræðum

Franskir og breskir björgunarmenn reyna nú að bjarga áhöfnum þriggja skútna sem lentu í óveðri vestur af Biscaya-flóa í nótt. Skúturnar voru að taka þátt í kappsiglingu milli Frakklands og Brasilíu þegar óveðrið skall á. Hefur tveimur þeirra þegar hvolft samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins og mastrið er brotið á þeirri þriðju. Franskur fiskibátur er nú kominn að síðastnefnda skipinu og hyggst áhöfn hans draga það í land en ekki er ljóst hver afdrif áhafnanna í skútunum tveimur sem hvolfdi hafa orðið, en aðstæður til björgunarstarfa eru mjög erfiðar vegna hvassviðris og sjógangs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×