Erlent

Lögreglan beitti táragasi

Leiddur á brott. Landamæraverðir vísa hér pakistönskum manni á brott sem ­reyndi­ að komast yfir landamærin til Indlands. Hann þarf að bíða enn um sinn eftir að hitta ættingja sína.
Leiddur á brott. Landamæraverðir vísa hér pakistönskum manni á brott sem ­reyndi­ að komast yfir landamærin til Indlands. Hann þarf að bíða enn um sinn eftir að hitta ættingja sína.

Pakistanskir lögreglumenn þurftu að beita táragasi til að dreifa hundruðum íbúa Kasmírs sem reyndu að komast yfir landamæri Indlands og Pakistans eftir að þau voru opnuð í gærmorgun en þeim hafði verið lokað vegna jarðskjálftans sem skók svæðið fyrir tæpum mánuði.

Fólkið krafðist þess að fá að fara yfir landamærin til að vitja ættingja sinna í indverska hluta Kasmírs en lögregla hleypti af skotum og beitti táragasi til að dreifa mannfjöldanum. Indverjar og Pakistanar sömdu um í síðustu viku að opna landamærin til þess að greiða fyrir hjálparstarfi í Pakistan, en héraðið varð mjög illa úti í skjálftanum 8. október. Til stóð að opna landamærin á fimm stöðum en þau voru hins vegar aðeins opnuð á einum stað og þeir einu sem fengu að fara yfir þau voru bílar frá Indlandi með hjálpargögn handa hinum þurfandi. Ástæðan fyrir þessari varfærni er sú að Indverjar óttast að herskáir aðskilnaðarsinnar í pakistanska hluta Kasmír nýti sér ástandið og geri árásir í Indlandi, en aðeins er rúm vika síðan mannskæð hermd­arverk voru framin í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×