Erlent

Áhyggjur af drykkju lækna

Svíar hafa vaxandi áhyggjur af vímuefnavanda heilbrigðis­stétta í landinu. Tilkynningum um drukkna og timbraða lækna fer fjölgandi og sama er að segja um hjúkrunarfólk.

Samkvæmt útreikningum yfirvalda eru að minnsta kosti tvö þúsund sænskir læknar sem eiga við vímuefnavanda að stríða og nálægt sex þúsund hjúkrunarfræðingar. Stjórnvöld hyggja á víðtæka herferð ásamt fagfélögum heilbrigðisstétta til að vinna bug á þessum vanda en þessum læknum og hjúkrunarfólki er talin meiri hætta búin af því að ánetjast vímuefnum vegna álags og nálægðar við vímuefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×