Erlent

Mannrán vekur upp ótta

Rán fjögurra vopnaðra manna á ítölskum hjálparstarfsmanni í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær hefur vakið upp ótta um að uppreisnarmenn þar hyggist taka upp sömu aðferðir og notaðar eru í Írak. Ítalska konan var ein í bíl sínum í höfuðborginni þegar fjórir menn réðust að bifreiðinni, brutu í henni rúður og drógu konuna út. Ekkert hefur til hennar spurst síðan og hvorki er vitað hverjir voru að verki né hvers vegna konunni hafi verið rænt. Sem stendur eru um þrjú þúsund útlendingar við störf í Kabúl og hafa þeir verið varaðir við frekari aðgerðum af þessu tagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×