Erlent

Varafréttastjóri TV 2 segir af sér

Varafréttstjóri sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 í Danmörku hefur sagt starfi sínu lausu, eftir að hún hleypti í gegn fréttapistli um innflytjendagengi, sem ekki var fótur fyrir. Lotte Mejlhede viðurkenndi að hún hefði brugðist, og ætlaði að láta þar við sitja. Málið var hinsvegar áfram í umræðunni og það af slíkum krafti að það þótti skaða trúverðugleika fréttastofunnar. Því hefur Mejlhede nú látið af starfi varafréttastjóra, en býst við að halda áfram hjá TV 2, á öðrum vettvangi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×