Ráðgátan um píanómanninn leyst 22. ágúst 2005 00:01 Píanómaðurinn svokallaði sem fannst holdvotur á strönd í Bretlandi fyrir fjórum mánuðum, hefur nú loks leyst frá skjóðunni og er farinn heim til Þýskalands. Þegar þessi dularfulli maður fannst á ströndinni áttunda apríl síðastliðinn, var hann klæddur kjólfötum, en rennandi blautur, og var talið hugsanlegt að hann hefði fallið fyrir borð á skemmtiferðaskipi eða snekkju. Hann mælti ekki orð af vörum, en teiknaði til þess að tjá sig. Meðal annars teiknaði hann píanó og þegar hann var settur niður við eitt slíkt, lék hann á það af listfengi. Myndir af manninum voru birtar í fjölmiðlum um allan heim og bárust bresku lögreglunni hundruð ábendinga. Þúsundir manna töldu sig hafa séð hann leika á konsertum einhversstaðar í heiminum. Margir Svíar töldu að hann væri sænskur, Norðmenn töldu að hann væri norskur og frakkar töldu að hann væri franskur götumúsíkant. Píanómaðurinn svokallaði hefur undanfarna fjóra mánuði dvalið á sjúkrahúsi, í Bretlandi. Þegar hjúkrunarkona kom inn í herbergi hans síðastliðinn föstudag spurði hún "Ætlar þú að tala við okkur í dag." Henni krossbrá þegar hann svaraði, "Já ætli það ekki." Sjúkrahúsið er bundið þagnarskyldu og má ekki gefa upp nafn mannsins eða annað sem hann snertir. Það hefur þó verið staðfest að Píanómaðurinn hafi verið útskrifaður. Brskir fjölmiðlar hafa hinsvegar eftir heimildarmönnum sínum að maðurinn sé samkynhneigður Þjóðverji sem hafi misst vinnu sína í Frakklandi og þá komið með lest til Bretlands. Hann hafi verið að hugsa um að fremja sjálfsmorð, þegar hann fannst í fjöruinni. Píanómaðurinn mun hafa skýrt frá því að hann hafi um skeið unnið á geðveikrahæli og hafi notfært sér reynslu sína þar til þess að leika á lækna og hjúkrunarfólk. Og nú er hann að sögn farinn til Þýskalands þar sem hann á tvær systur og föður sem er bóndi. Erlent Fréttir Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Píanómaðurinn svokallaði sem fannst holdvotur á strönd í Bretlandi fyrir fjórum mánuðum, hefur nú loks leyst frá skjóðunni og er farinn heim til Þýskalands. Þegar þessi dularfulli maður fannst á ströndinni áttunda apríl síðastliðinn, var hann klæddur kjólfötum, en rennandi blautur, og var talið hugsanlegt að hann hefði fallið fyrir borð á skemmtiferðaskipi eða snekkju. Hann mælti ekki orð af vörum, en teiknaði til þess að tjá sig. Meðal annars teiknaði hann píanó og þegar hann var settur niður við eitt slíkt, lék hann á það af listfengi. Myndir af manninum voru birtar í fjölmiðlum um allan heim og bárust bresku lögreglunni hundruð ábendinga. Þúsundir manna töldu sig hafa séð hann leika á konsertum einhversstaðar í heiminum. Margir Svíar töldu að hann væri sænskur, Norðmenn töldu að hann væri norskur og frakkar töldu að hann væri franskur götumúsíkant. Píanómaðurinn svokallaði hefur undanfarna fjóra mánuði dvalið á sjúkrahúsi, í Bretlandi. Þegar hjúkrunarkona kom inn í herbergi hans síðastliðinn föstudag spurði hún "Ætlar þú að tala við okkur í dag." Henni krossbrá þegar hann svaraði, "Já ætli það ekki." Sjúkrahúsið er bundið þagnarskyldu og má ekki gefa upp nafn mannsins eða annað sem hann snertir. Það hefur þó verið staðfest að Píanómaðurinn hafi verið útskrifaður. Brskir fjölmiðlar hafa hinsvegar eftir heimildarmönnum sínum að maðurinn sé samkynhneigður Þjóðverji sem hafi misst vinnu sína í Frakklandi og þá komið með lest til Bretlands. Hann hafi verið að hugsa um að fremja sjálfsmorð, þegar hann fannst í fjöruinni. Píanómaðurinn mun hafa skýrt frá því að hann hafi um skeið unnið á geðveikrahæli og hafi notfært sér reynslu sína þar til þess að leika á lækna og hjúkrunarfólk. Og nú er hann að sögn farinn til Þýskalands þar sem hann á tvær systur og föður sem er bóndi.
Erlent Fréttir Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira