Erlent

Portúgalar berjast enn við elda

Flugvélar sem notaðar eru til þess að berjast við skógarelda steyma nú til Portúgals, en stjórnvöld þar hafa beðið um aðstoð, þar sem þau ráði ekki lengur við eldana. Flugvélar frá Frakklandi og Spáni eru komnar til landsins, og fleiri eru á leiðinni, meðal annars frá Kanada. Eitthundrað og fjörutíu þúsund hektarar skóglendis hafa þegar brunnið og talið er að um sextíu skógareldar logi nú í Portúgal. Fimmtán manns hafa farist í eldunum og tugir húsa hafa brunnið til grunna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×