Umsvif RNU margfaldast 23. ágúst 2005 00:01 Með gildistöku nýrra laga um Rannsóknarnefnd umferðarslysa víkkar verksvið nefndarinnar frá því sem verið hefur, en hún hefur starfað frá árinu 1998. Hingað til hefur nefndin rannsakað banaslys í umferðinni, en með nýju lögunum kannar hún öll alvarleg umferðarslys. Ágúst Mogensen, forstöðumaður og rannsóknarstjóri nefndarinnar, býst við að aukið umfang kalli á að bæta þurfi við starfsmanni hjá nefndinni fljótlega upp úr áramótum. "Núna er ég í fullu starfi og svo taka nefndarmenn bakvaktir á móti mér ef svo ber undir," segir hann. "Það sem gerist hjá okkur núna 1. september og við vinnum að er að útfæra vinnulag til að uppfylla skilyrði laganna og væntanlegrar reglugerðar um rannsóknir allra alvarlegra umferðarslysa, en með því er átt við banaslys og slys þar sem verða mikil meiðsli," segir Ágúst. Útköll nefndarinnar vegna banaslysa hafa hingað til verið 20 til 30 á ári. "Miðað við síðustu tölur sem ég sá hjá Umferðarstofu um mikil meiðsli sýnist mér að í þessum nýja hóp slysa sem sem við rannsökum séu á milli 100 og 130 slys á ári, þannig að breytingin er heilmikil." Ágúst sagðist gera ráð fyrir að höfð yrði vakt allan sólarhringinn vegna þessara slysa og reynt að búa svo um hnútana að nefndin mætti á vettvang í öllum þessum slysum. "Helst bara strax, en ef ekki er hægt að koma því fyrir vegna ytri aðstæðna, þá sem fyrst eftir að slys verður." Fyrsta alvarlega umferðarslysið sem Rannsóknarnefndin tekur til skoðunar samkvæmt nýrri verkskipan er árekstur strætisvagns og vörubíls í Reykjavík síðasta föstudag, en þar slasaðist vagnstjórinn mjög alvarlega. "Ég fór reyndar ekki á vettvang, en mun óska eftir gögnum um þetta slys," segir Ágúst og bætir við að næstu mánuðir fari í að þróa verklag í kringum aukin verkefni. "Koma þarf útkallskerfinu í gott horf og vonandi verður ekkert hikst í því, en ég geri ráð fyrir einhverjum aðlögunartíma hjá öllum." Ágúst segir að á næstu mánuðum og vonandi strax á næsta ári verði Rannsóknarnefnd umferðarslysa komin á fullt skrið í að rannsaka öll alvarleg umferðarslys og banaslys í umferðinni. "Og vonandi gefst svo tími til að taka einhver fleiri fyrir," segir hann, en nýju lögin heimila nefndinni einnig að taka til skoðunar ákveðna flokka slysa. "Þar gæti verið um að ræða aftanákeyrslur eða önnur slys á stöðum þar sem ytri aðstæður, svo sem ný umferðarmannvirki, kalla á nákvæmari skoðun." Rannsóknarnefnd umferðarslysa getur ekki krafist umbóta í kjölfar rannsókna sinna, en gerir þess í stað ábendingar til þeirra sem málin varða. Ábendingarnar eru svo birtar í skýrslum nefndarinnar. "Skýrsla af þessu tagi telst fullbirt þegar hún er komin á netið," segir Ágúst og bætir við að það sé svo hlutaðeigandi stofnana að meta ábendingar nefndarinnar. "Nefndin gæti auðvitað haft rangt fyrir sér, en langoftast er það nú svo að tekið er mark á ábendingum hennar." Leitar ekki sökudólgs Ásdís J. Rafnar hæstaréttarlögmaður, sem skipuð var formaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa í byrjun ársins, segir nefndina hafa unnið gott starf undanfarin ár. "Í byrjun var hún að marka sig og gerði ítrekað athugasemdir um rannsókn lögreglu, en það hefur unnist nokkuð vel. Auðvitað skiptir máli að gögnin sem nefndin fær séu vel unnin," segir hún og bætir við að nýju lögin skerpi á sjálfstæði nefndarinnar. "Nefndin á svo að gefa ábendingar í öryggisátt, en því miður er auðvitað oft um mannleg mistök, hraðakstur og þess háttar þætti að ræða sem sennilega orsök slysa." Í lögunum kemur jafnframt fram að nefndin skuli ekki leitast við að skipta sök eða ábyrgð og að skýrslur um slys skuli ekki notaðar sem sönnunargögn í opinberum málum. "Þegar maður á að vera sjálfstæður, óháður og draga sínar ályktanir er auðvitað ekki þægilegt að starfa undir því að geta verið kallaður til vitnis í dómsmáli," segir Ásdís og bætir við að hlutverk nefndarinnar sé í raun að setja slys á svið þannig að skoða megi alla þætti þeirra. Í því augnamiði hefur nefndin víðtækar heimildir í nýju lögunum til að kalla eftir gögnum, svo sem sjúkra- eða krufningargögnum, og leita eftir upplýsingum hjá lögreglu, tryggingafélögum, ökumönnum, vitnum og öðrum sem að málum koma. Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Með gildistöku nýrra laga um Rannsóknarnefnd umferðarslysa víkkar verksvið nefndarinnar frá því sem verið hefur, en hún hefur starfað frá árinu 1998. Hingað til hefur nefndin rannsakað banaslys í umferðinni, en með nýju lögunum kannar hún öll alvarleg umferðarslys. Ágúst Mogensen, forstöðumaður og rannsóknarstjóri nefndarinnar, býst við að aukið umfang kalli á að bæta þurfi við starfsmanni hjá nefndinni fljótlega upp úr áramótum. "Núna er ég í fullu starfi og svo taka nefndarmenn bakvaktir á móti mér ef svo ber undir," segir hann. "Það sem gerist hjá okkur núna 1. september og við vinnum að er að útfæra vinnulag til að uppfylla skilyrði laganna og væntanlegrar reglugerðar um rannsóknir allra alvarlegra umferðarslysa, en með því er átt við banaslys og slys þar sem verða mikil meiðsli," segir Ágúst. Útköll nefndarinnar vegna banaslysa hafa hingað til verið 20 til 30 á ári. "Miðað við síðustu tölur sem ég sá hjá Umferðarstofu um mikil meiðsli sýnist mér að í þessum nýja hóp slysa sem sem við rannsökum séu á milli 100 og 130 slys á ári, þannig að breytingin er heilmikil." Ágúst sagðist gera ráð fyrir að höfð yrði vakt allan sólarhringinn vegna þessara slysa og reynt að búa svo um hnútana að nefndin mætti á vettvang í öllum þessum slysum. "Helst bara strax, en ef ekki er hægt að koma því fyrir vegna ytri aðstæðna, þá sem fyrst eftir að slys verður." Fyrsta alvarlega umferðarslysið sem Rannsóknarnefndin tekur til skoðunar samkvæmt nýrri verkskipan er árekstur strætisvagns og vörubíls í Reykjavík síðasta föstudag, en þar slasaðist vagnstjórinn mjög alvarlega. "Ég fór reyndar ekki á vettvang, en mun óska eftir gögnum um þetta slys," segir Ágúst og bætir við að næstu mánuðir fari í að þróa verklag í kringum aukin verkefni. "Koma þarf útkallskerfinu í gott horf og vonandi verður ekkert hikst í því, en ég geri ráð fyrir einhverjum aðlögunartíma hjá öllum." Ágúst segir að á næstu mánuðum og vonandi strax á næsta ári verði Rannsóknarnefnd umferðarslysa komin á fullt skrið í að rannsaka öll alvarleg umferðarslys og banaslys í umferðinni. "Og vonandi gefst svo tími til að taka einhver fleiri fyrir," segir hann, en nýju lögin heimila nefndinni einnig að taka til skoðunar ákveðna flokka slysa. "Þar gæti verið um að ræða aftanákeyrslur eða önnur slys á stöðum þar sem ytri aðstæður, svo sem ný umferðarmannvirki, kalla á nákvæmari skoðun." Rannsóknarnefnd umferðarslysa getur ekki krafist umbóta í kjölfar rannsókna sinna, en gerir þess í stað ábendingar til þeirra sem málin varða. Ábendingarnar eru svo birtar í skýrslum nefndarinnar. "Skýrsla af þessu tagi telst fullbirt þegar hún er komin á netið," segir Ágúst og bætir við að það sé svo hlutaðeigandi stofnana að meta ábendingar nefndarinnar. "Nefndin gæti auðvitað haft rangt fyrir sér, en langoftast er það nú svo að tekið er mark á ábendingum hennar." Leitar ekki sökudólgs Ásdís J. Rafnar hæstaréttarlögmaður, sem skipuð var formaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa í byrjun ársins, segir nefndina hafa unnið gott starf undanfarin ár. "Í byrjun var hún að marka sig og gerði ítrekað athugasemdir um rannsókn lögreglu, en það hefur unnist nokkuð vel. Auðvitað skiptir máli að gögnin sem nefndin fær séu vel unnin," segir hún og bætir við að nýju lögin skerpi á sjálfstæði nefndarinnar. "Nefndin á svo að gefa ábendingar í öryggisátt, en því miður er auðvitað oft um mannleg mistök, hraðakstur og þess háttar þætti að ræða sem sennilega orsök slysa." Í lögunum kemur jafnframt fram að nefndin skuli ekki leitast við að skipta sök eða ábyrgð og að skýrslur um slys skuli ekki notaðar sem sönnunargögn í opinberum málum. "Þegar maður á að vera sjálfstæður, óháður og draga sínar ályktanir er auðvitað ekki þægilegt að starfa undir því að geta verið kallaður til vitnis í dómsmáli," segir Ásdís og bætir við að hlutverk nefndarinnar sé í raun að setja slys á svið þannig að skoða megi alla þætti þeirra. Í því augnamiði hefur nefndin víðtækar heimildir í nýju lögunum til að kalla eftir gögnum, svo sem sjúkra- eða krufningargögnum, og leita eftir upplýsingum hjá lögreglu, tryggingafélögum, ökumönnum, vitnum og öðrum sem að málum koma.
Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira