Umsvif RNU margfaldast 23. ágúst 2005 00:01 Með gildistöku nýrra laga um Rannsóknarnefnd umferðarslysa víkkar verksvið nefndarinnar frá því sem verið hefur, en hún hefur starfað frá árinu 1998. Hingað til hefur nefndin rannsakað banaslys í umferðinni, en með nýju lögunum kannar hún öll alvarleg umferðarslys. Ágúst Mogensen, forstöðumaður og rannsóknarstjóri nefndarinnar, býst við að aukið umfang kalli á að bæta þurfi við starfsmanni hjá nefndinni fljótlega upp úr áramótum. "Núna er ég í fullu starfi og svo taka nefndarmenn bakvaktir á móti mér ef svo ber undir," segir hann. "Það sem gerist hjá okkur núna 1. september og við vinnum að er að útfæra vinnulag til að uppfylla skilyrði laganna og væntanlegrar reglugerðar um rannsóknir allra alvarlegra umferðarslysa, en með því er átt við banaslys og slys þar sem verða mikil meiðsli," segir Ágúst. Útköll nefndarinnar vegna banaslysa hafa hingað til verið 20 til 30 á ári. "Miðað við síðustu tölur sem ég sá hjá Umferðarstofu um mikil meiðsli sýnist mér að í þessum nýja hóp slysa sem sem við rannsökum séu á milli 100 og 130 slys á ári, þannig að breytingin er heilmikil." Ágúst sagðist gera ráð fyrir að höfð yrði vakt allan sólarhringinn vegna þessara slysa og reynt að búa svo um hnútana að nefndin mætti á vettvang í öllum þessum slysum. "Helst bara strax, en ef ekki er hægt að koma því fyrir vegna ytri aðstæðna, þá sem fyrst eftir að slys verður." Fyrsta alvarlega umferðarslysið sem Rannsóknarnefndin tekur til skoðunar samkvæmt nýrri verkskipan er árekstur strætisvagns og vörubíls í Reykjavík síðasta föstudag, en þar slasaðist vagnstjórinn mjög alvarlega. "Ég fór reyndar ekki á vettvang, en mun óska eftir gögnum um þetta slys," segir Ágúst og bætir við að næstu mánuðir fari í að þróa verklag í kringum aukin verkefni. "Koma þarf útkallskerfinu í gott horf og vonandi verður ekkert hikst í því, en ég geri ráð fyrir einhverjum aðlögunartíma hjá öllum." Ágúst segir að á næstu mánuðum og vonandi strax á næsta ári verði Rannsóknarnefnd umferðarslysa komin á fullt skrið í að rannsaka öll alvarleg umferðarslys og banaslys í umferðinni. "Og vonandi gefst svo tími til að taka einhver fleiri fyrir," segir hann, en nýju lögin heimila nefndinni einnig að taka til skoðunar ákveðna flokka slysa. "Þar gæti verið um að ræða aftanákeyrslur eða önnur slys á stöðum þar sem ytri aðstæður, svo sem ný umferðarmannvirki, kalla á nákvæmari skoðun." Rannsóknarnefnd umferðarslysa getur ekki krafist umbóta í kjölfar rannsókna sinna, en gerir þess í stað ábendingar til þeirra sem málin varða. Ábendingarnar eru svo birtar í skýrslum nefndarinnar. "Skýrsla af þessu tagi telst fullbirt þegar hún er komin á netið," segir Ágúst og bætir við að það sé svo hlutaðeigandi stofnana að meta ábendingar nefndarinnar. "Nefndin gæti auðvitað haft rangt fyrir sér, en langoftast er það nú svo að tekið er mark á ábendingum hennar." Leitar ekki sökudólgs Ásdís J. Rafnar hæstaréttarlögmaður, sem skipuð var formaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa í byrjun ársins, segir nefndina hafa unnið gott starf undanfarin ár. "Í byrjun var hún að marka sig og gerði ítrekað athugasemdir um rannsókn lögreglu, en það hefur unnist nokkuð vel. Auðvitað skiptir máli að gögnin sem nefndin fær séu vel unnin," segir hún og bætir við að nýju lögin skerpi á sjálfstæði nefndarinnar. "Nefndin á svo að gefa ábendingar í öryggisátt, en því miður er auðvitað oft um mannleg mistök, hraðakstur og þess háttar þætti að ræða sem sennilega orsök slysa." Í lögunum kemur jafnframt fram að nefndin skuli ekki leitast við að skipta sök eða ábyrgð og að skýrslur um slys skuli ekki notaðar sem sönnunargögn í opinberum málum. "Þegar maður á að vera sjálfstæður, óháður og draga sínar ályktanir er auðvitað ekki þægilegt að starfa undir því að geta verið kallaður til vitnis í dómsmáli," segir Ásdís og bætir við að hlutverk nefndarinnar sé í raun að setja slys á svið þannig að skoða megi alla þætti þeirra. Í því augnamiði hefur nefndin víðtækar heimildir í nýju lögunum til að kalla eftir gögnum, svo sem sjúkra- eða krufningargögnum, og leita eftir upplýsingum hjá lögreglu, tryggingafélögum, ökumönnum, vitnum og öðrum sem að málum koma. Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Með gildistöku nýrra laga um Rannsóknarnefnd umferðarslysa víkkar verksvið nefndarinnar frá því sem verið hefur, en hún hefur starfað frá árinu 1998. Hingað til hefur nefndin rannsakað banaslys í umferðinni, en með nýju lögunum kannar hún öll alvarleg umferðarslys. Ágúst Mogensen, forstöðumaður og rannsóknarstjóri nefndarinnar, býst við að aukið umfang kalli á að bæta þurfi við starfsmanni hjá nefndinni fljótlega upp úr áramótum. "Núna er ég í fullu starfi og svo taka nefndarmenn bakvaktir á móti mér ef svo ber undir," segir hann. "Það sem gerist hjá okkur núna 1. september og við vinnum að er að útfæra vinnulag til að uppfylla skilyrði laganna og væntanlegrar reglugerðar um rannsóknir allra alvarlegra umferðarslysa, en með því er átt við banaslys og slys þar sem verða mikil meiðsli," segir Ágúst. Útköll nefndarinnar vegna banaslysa hafa hingað til verið 20 til 30 á ári. "Miðað við síðustu tölur sem ég sá hjá Umferðarstofu um mikil meiðsli sýnist mér að í þessum nýja hóp slysa sem sem við rannsökum séu á milli 100 og 130 slys á ári, þannig að breytingin er heilmikil." Ágúst sagðist gera ráð fyrir að höfð yrði vakt allan sólarhringinn vegna þessara slysa og reynt að búa svo um hnútana að nefndin mætti á vettvang í öllum þessum slysum. "Helst bara strax, en ef ekki er hægt að koma því fyrir vegna ytri aðstæðna, þá sem fyrst eftir að slys verður." Fyrsta alvarlega umferðarslysið sem Rannsóknarnefndin tekur til skoðunar samkvæmt nýrri verkskipan er árekstur strætisvagns og vörubíls í Reykjavík síðasta föstudag, en þar slasaðist vagnstjórinn mjög alvarlega. "Ég fór reyndar ekki á vettvang, en mun óska eftir gögnum um þetta slys," segir Ágúst og bætir við að næstu mánuðir fari í að þróa verklag í kringum aukin verkefni. "Koma þarf útkallskerfinu í gott horf og vonandi verður ekkert hikst í því, en ég geri ráð fyrir einhverjum aðlögunartíma hjá öllum." Ágúst segir að á næstu mánuðum og vonandi strax á næsta ári verði Rannsóknarnefnd umferðarslysa komin á fullt skrið í að rannsaka öll alvarleg umferðarslys og banaslys í umferðinni. "Og vonandi gefst svo tími til að taka einhver fleiri fyrir," segir hann, en nýju lögin heimila nefndinni einnig að taka til skoðunar ákveðna flokka slysa. "Þar gæti verið um að ræða aftanákeyrslur eða önnur slys á stöðum þar sem ytri aðstæður, svo sem ný umferðarmannvirki, kalla á nákvæmari skoðun." Rannsóknarnefnd umferðarslysa getur ekki krafist umbóta í kjölfar rannsókna sinna, en gerir þess í stað ábendingar til þeirra sem málin varða. Ábendingarnar eru svo birtar í skýrslum nefndarinnar. "Skýrsla af þessu tagi telst fullbirt þegar hún er komin á netið," segir Ágúst og bætir við að það sé svo hlutaðeigandi stofnana að meta ábendingar nefndarinnar. "Nefndin gæti auðvitað haft rangt fyrir sér, en langoftast er það nú svo að tekið er mark á ábendingum hennar." Leitar ekki sökudólgs Ásdís J. Rafnar hæstaréttarlögmaður, sem skipuð var formaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa í byrjun ársins, segir nefndina hafa unnið gott starf undanfarin ár. "Í byrjun var hún að marka sig og gerði ítrekað athugasemdir um rannsókn lögreglu, en það hefur unnist nokkuð vel. Auðvitað skiptir máli að gögnin sem nefndin fær séu vel unnin," segir hún og bætir við að nýju lögin skerpi á sjálfstæði nefndarinnar. "Nefndin á svo að gefa ábendingar í öryggisátt, en því miður er auðvitað oft um mannleg mistök, hraðakstur og þess háttar þætti að ræða sem sennilega orsök slysa." Í lögunum kemur jafnframt fram að nefndin skuli ekki leitast við að skipta sök eða ábyrgð og að skýrslur um slys skuli ekki notaðar sem sönnunargögn í opinberum málum. "Þegar maður á að vera sjálfstæður, óháður og draga sínar ályktanir er auðvitað ekki þægilegt að starfa undir því að geta verið kallaður til vitnis í dómsmáli," segir Ásdís og bætir við að hlutverk nefndarinnar sé í raun að setja slys á svið þannig að skoða megi alla þætti þeirra. Í því augnamiði hefur nefndin víðtækar heimildir í nýju lögunum til að kalla eftir gögnum, svo sem sjúkra- eða krufningargögnum, og leita eftir upplýsingum hjá lögreglu, tryggingafélögum, ökumönnum, vitnum og öðrum sem að málum koma.
Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira