Hjarðmennska úti á miðjum firði 23. ágúst 2005 00:01 "Þorskurinn er orðinn svo gjæfur að maður getur klappað honum út á miðjum firði," segir Jón Þórðarson einn af umsjónarmönnum hafrannsóknar á Arnarfirði sem Hafrannsóknastofnunin stendur fyrir. Rannsóknin, sem hófst í apríl síðastliðnum, felst í því að þorskurinn í firðinum er fóðraður á ákveðnum svæðum með loðnu og þannig hændur að þeim svæðum svo hann fari ekki innar í fjörðinn til að éta rækjuna sem þar heldur til. "Það er mikið í húfi að vernda þennan rækjustofn í Arnarfirði þar sem þetta er eini rækjustofninn sem eftir er hér við land sem heldur sig innan fjarðar, allsstaðar annarsstaðar hefur þorskurinn étið alla innfjarðarrækjuna," segir Björn Björnsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni og verkefnisstjóri. Í fyrstu var þorskinum gefið að éta daglega en nú fær hann einungis þrisvar í viku. Loðnunni er slakað niður í stórum netapokum og eru þrjú til fjögur hundruð kíló í hverjum poka. Pokinn er látin dóla á tíu metra dýpi meðan þorskurinn gæðir sér á. Einnig er tæplega sex kílómetra löng lína með loðnu hangandi á í litlum pokum lögð yfir þveran fjörðinn svo þorskurinn sem ekki hefur ratað á gjafasvæði fari ekki inn fjörðinn til að gæða sér á rækjum. Tvö markmið eru með þessari rannsókn því fyrir utan það að halda þorskinum frá rækjunni vilja rannsakendur sjá hvort hægt sé að mynda einskonar þorskahjarðir og enn fremur hvort hægt sé að ala smáþorskinn upp í stærri og verðmætari fisk. Þegar honum yrði svo komið í ákjósanlega stærð og holdarfar yrði hann svo veiddur. Þar sem hann er afar gjæfur í þessum hjörðum er vandinn hægur að moka honum upp. "Nú þegar er þorskurinn farinn að halda til í fjórum hjörðum í Arnarfirði þannig að hér er á ferðinni fyrsti hjarðbúskapurinn í Íslandssögunni sem stundaður er á sjó," segir Jón Þórðarson. Í haust verður svo rækjustofninn kannaður og metið hvort verkið hafi borið tilætlaðan árangur. Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
"Þorskurinn er orðinn svo gjæfur að maður getur klappað honum út á miðjum firði," segir Jón Þórðarson einn af umsjónarmönnum hafrannsóknar á Arnarfirði sem Hafrannsóknastofnunin stendur fyrir. Rannsóknin, sem hófst í apríl síðastliðnum, felst í því að þorskurinn í firðinum er fóðraður á ákveðnum svæðum með loðnu og þannig hændur að þeim svæðum svo hann fari ekki innar í fjörðinn til að éta rækjuna sem þar heldur til. "Það er mikið í húfi að vernda þennan rækjustofn í Arnarfirði þar sem þetta er eini rækjustofninn sem eftir er hér við land sem heldur sig innan fjarðar, allsstaðar annarsstaðar hefur þorskurinn étið alla innfjarðarrækjuna," segir Björn Björnsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni og verkefnisstjóri. Í fyrstu var þorskinum gefið að éta daglega en nú fær hann einungis þrisvar í viku. Loðnunni er slakað niður í stórum netapokum og eru þrjú til fjögur hundruð kíló í hverjum poka. Pokinn er látin dóla á tíu metra dýpi meðan þorskurinn gæðir sér á. Einnig er tæplega sex kílómetra löng lína með loðnu hangandi á í litlum pokum lögð yfir þveran fjörðinn svo þorskurinn sem ekki hefur ratað á gjafasvæði fari ekki inn fjörðinn til að gæða sér á rækjum. Tvö markmið eru með þessari rannsókn því fyrir utan það að halda þorskinum frá rækjunni vilja rannsakendur sjá hvort hægt sé að mynda einskonar þorskahjarðir og enn fremur hvort hægt sé að ala smáþorskinn upp í stærri og verðmætari fisk. Þegar honum yrði svo komið í ákjósanlega stærð og holdarfar yrði hann svo veiddur. Þar sem hann er afar gjæfur í þessum hjörðum er vandinn hægur að moka honum upp. "Nú þegar er þorskurinn farinn að halda til í fjórum hjörðum í Arnarfirði þannig að hér er á ferðinni fyrsti hjarðbúskapurinn í Íslandssögunni sem stundaður er á sjó," segir Jón Þórðarson. Í haust verður svo rækjustofninn kannaður og metið hvort verkið hafi borið tilætlaðan árangur.
Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira