Kjartan biðst afsökunar 28. apríl 2005 00:01 Kjartan Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, hefur beðið Heimi Ríkarðsson, fyrrum þjálfara félagsins afsökunar á ummælum sínum í garð hans á dögunum, þar sem hann vændi Ríkarð um að bera út kjaftasögur. Málavextir eru þannig að þegar Heimir var rekinn frá Fram sagði hann eina ástæðuna fyrir brottrekstrinum vera þá að stjórn handknattleiksdeildar hefði fengið mjög freistandi tilboð sem hún átti erfitt með að hafna. "Kjartan formaður hringdi í mig daginn fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitakeppninni og lét mig vita af því að þeir hefðu fengið tilboð frá manni sem væri tilbúinn að greiða þjálfaralaun félagsins gegn því að sá maður væri Guðmundur Guðmundsson," sagði Heimir við Fréttablaðið 21. apríl síðastliðinn og bætti við að þessi maður væri Tryggvi Tryggvason, fyrrum gjaldkeri handknattleiksdeildar og góðvinur Guðmundar. Fréttablaðið bar þessar fullyrðingar Heimis undir Kjartan sama dag, og hann svaraði svona: "Ég hef heyrt af þessu en þetta er bara kjaftasaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Við greiðum Guðmundi laun". Þessi ummæli Kjartans fóru ekki vel í Heimi því formaðurinn segir að með þessu sé Heimir að búa til kjaftasögur og þar með að ljúga. Heimir fór í kjölfarið fram á það við Kjartan að hann bæðist afsökunar á þessum ummælum og það gerði Kjartan loksins í gær. "Hann bað mig afsökunar á ummælum sínum bæði munnlega og skriflega," sagði Heimir við Fréttablaðið. "Ég er mjög ánægður að hann skuli gera þetta og sé maður til þess að biðjast afsökunar. Ég sætti mig ekki við að því væri haldið fram að ég væri að búa til kjaftasögur því ég var ekki að gera það. Ég stend fyllilega við það sem ég sagði og að hann skuli biðja mig afsökunar undirstrikar að ég sagði satt frá." Það var ekki bara Heimir sem var ósáttur við þessi ummæli Kjartans heldur urðu leikmenn og yngri flokka þjálfarar félagsins reiðir og þeir sendu frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars segir: "Við undirritaðir lýsum yfir óánægju okkar með aðgerðir stjórnar Handknattleiksdeildar Fram í tengslum við uppsögn á samningi Heimis Ríkarðssonar og atburði liðinna daga. Stjórnin hefur ekki komið hreint fram í samskiptum við hlutaðeigandi aðila né fjölmiðla." Leikmenn sættust nokkrum dögum síðar við stjórnina þó engin afsökunarbeiðni hafi komið frá stjórninni.Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Kjartan síðustu daga án árangurs. Íslenski handboltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Kjartan Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, hefur beðið Heimi Ríkarðsson, fyrrum þjálfara félagsins afsökunar á ummælum sínum í garð hans á dögunum, þar sem hann vændi Ríkarð um að bera út kjaftasögur. Málavextir eru þannig að þegar Heimir var rekinn frá Fram sagði hann eina ástæðuna fyrir brottrekstrinum vera þá að stjórn handknattleiksdeildar hefði fengið mjög freistandi tilboð sem hún átti erfitt með að hafna. "Kjartan formaður hringdi í mig daginn fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitakeppninni og lét mig vita af því að þeir hefðu fengið tilboð frá manni sem væri tilbúinn að greiða þjálfaralaun félagsins gegn því að sá maður væri Guðmundur Guðmundsson," sagði Heimir við Fréttablaðið 21. apríl síðastliðinn og bætti við að þessi maður væri Tryggvi Tryggvason, fyrrum gjaldkeri handknattleiksdeildar og góðvinur Guðmundar. Fréttablaðið bar þessar fullyrðingar Heimis undir Kjartan sama dag, og hann svaraði svona: "Ég hef heyrt af þessu en þetta er bara kjaftasaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Við greiðum Guðmundi laun". Þessi ummæli Kjartans fóru ekki vel í Heimi því formaðurinn segir að með þessu sé Heimir að búa til kjaftasögur og þar með að ljúga. Heimir fór í kjölfarið fram á það við Kjartan að hann bæðist afsökunar á þessum ummælum og það gerði Kjartan loksins í gær. "Hann bað mig afsökunar á ummælum sínum bæði munnlega og skriflega," sagði Heimir við Fréttablaðið. "Ég er mjög ánægður að hann skuli gera þetta og sé maður til þess að biðjast afsökunar. Ég sætti mig ekki við að því væri haldið fram að ég væri að búa til kjaftasögur því ég var ekki að gera það. Ég stend fyllilega við það sem ég sagði og að hann skuli biðja mig afsökunar undirstrikar að ég sagði satt frá." Það var ekki bara Heimir sem var ósáttur við þessi ummæli Kjartans heldur urðu leikmenn og yngri flokka þjálfarar félagsins reiðir og þeir sendu frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars segir: "Við undirritaðir lýsum yfir óánægju okkar með aðgerðir stjórnar Handknattleiksdeildar Fram í tengslum við uppsögn á samningi Heimis Ríkarðssonar og atburði liðinna daga. Stjórnin hefur ekki komið hreint fram í samskiptum við hlutaðeigandi aðila né fjölmiðla." Leikmenn sættust nokkrum dögum síðar við stjórnina þó engin afsökunarbeiðni hafi komið frá stjórninni.Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Kjartan síðustu daga án árangurs.
Íslenski handboltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira