Erlent

Fimm hið minnsta látnir í tveimur sprengingum í Jórdaníu

Að minnsta kosti fimm eru látnir og fjörutíu særðir eftir að sprengjur sprungu á tveimur hótelum í Amman, höfuðbog Jórdaníu, fyrir stundu. Önnur sprengjan, sú fyrri að því er virðist, sprakk á Radisson-hótelinu sem er vinsælt á meðal ísraelskra ferðamanna. Þar eru fimm í það minnsta sagðir látnir og tólf liggja sárir. Hin sprengjan sprakk á Hyatt-hótelinu þar sem a.m.k. fjörutíu manns eru sagðir hafa særst, sumir alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×