Erlent

Demókratar sigruðu í Virginíu og New Jersey

 

George Bush, Bandaríkjaforseti, fékk á baukinn í gær þegar demókratar höfðu betur í ríkisstjórakosningum í lykilríkjunum Virginíu og New Jersey. Því til viðbótar höfnuðu kjósendur umbótatillögum sem Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, lagði til.

Eini repúblikaninn sem fékk ekki skell var Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, sem þykir hafa staðið sig nokkuð vel í starfi, eyddi nærri fjórum og hálfum milljarði króna í kosningabaráttuna og þykir ekki sérstaklega hreintrúaður repúblikani. Þetta þykir ekki boða gott fyrir repúblikana í þingkosningum á landsvísu á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×