Erlent

Japanar kaupa fuglakjöt af Indverjum vegna flensu

MYND/AP

Japanar hyggjast í fyrsta sinn kaupa alifuglakjöt frá Indlandi vegna fuglaflensunnar sem geisar í Asíu. Japanar hafa hingað til keypt fuglakjöt frá Taílandi og Kína en eftir að fuglaflensa greindist þar hafa yfirvöld bannað allan innflutning þaðan. Indverskir alifuglabændur gera sér vonir um að geta selt umtalsvert magn af alifuglakjöti til Japans enda um stóran og öflugan markað að ræða. Nokkur tilfelli fuglaflensu hafa komið upp á alifuglabúum í Japan í sumar og haust og hefur allmörgum fuglum verið slátrað af þeim sökum, en enginn þeirra mun hafa verið smitaður af hinum banvæna H5N1-stofni sem borist getur í menn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×