Erlent

Weah talinn líklegri

George Weah
George Weah

Síðari umferð forsetakosninganna í Líberíu fór fram í gær þar sem áttust við Harvard- menntaður hagfræðingur og heimsþekktur knattspyrnukappi. Ellen Johnson-Sirleaf og George Weah voru hlutskörpust í fyrri umferðinni sem fram fór 11. október síðastliðinn.

Weah fékk þá 29 prósent atkvæða en Johnson- Sirleaf nítján. Strax þegar kjörstaðir voru opnaðir hafði fólks hópast og allan daginn var kjörsókn góð. Fjöldi erlendra eftirlitsmanna fylgist með að allt fari eftir settum reglum. Úrslita er að vænta á næstu dögum en ærið verk bíður nýja forsetans þar sem landið er enn í sárum eftir óöld sem þar ríkti á árunum 1980-2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×