Miklu betri en Beckham 9. nóvember 2005 08:00 Juninho getur skotið yfir vegginn, í gegnum hann eða framhjá honum. Enginn getur lesið spyrnur hans, segir markvörður Lyon. "Þegar hann stígur fram til að taka aukaspyrnur þá býst ég eiginlega við því að hann skori," segir Claudio Cacapa, varnarmaður Lyon í Frakklandi, um brasilíska samherja sinn Juninho Pernambucano sem í dag er óumdeilanega besti aukaspyrnusérfræðingur heims og er af flestum talinn hafa farið fram úr David Beckham í þeim hæfileika á núverandi leiktíð. Juninho hefur hreinlega farið á kostum í haust og er samanlagður fjöldi marka hans beint úr aukaspyrnum í öllum á þessu tímabili komið á annan tug. Á sínum fjórum árum með Lyon hefur Juninho skorað alls 55 mörk, þar af 21 beint úr aukaspyrnum. "Skotin eru að detta inn núna og auðvitað vonast ég til að skora fleiri mörk. En mitt hlutverk er fyrst og fremst að stjórna miðjuspilinu. Það er hlutverk framherjana að skora mörkin," segir hann sjálfur. Juninho hefur verið að þróa aukaspyrnustíl sinn allan sinn feril og vill ekkert segja til um hvert leyndarmálið á bakvið góða aukaspyrnu er. Sem strákur fylgdist hann grannt með brasilísku goðsögninni Zico og spyrnutækni hans - afganginn segir hann tilkomin vegna þolinmæði, mikilla æfinga og smávegis af heppni. Sérfræðingar eru á því að það sem gerir Juninho að þeim allra besta í bransanum sé fjölbreytni hans í spyrnum. Sem dæmi má nefna að í leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á dögunum skoraði Juninho eitt mark með því að skjóta í gegnum varnarvegginn og lagði upp annað með því að hreinlega bomba á John Carew, sóknarmann Lyon, þaðan sem hann breytti um stefnu og fór í markið. Í næsta leik á eftir gegn Olympiakos skoraði hann síðan með föstu bogaskoti yfir varnarvegginn og í samskeytin - eitthvað sem er aðeins á færi snillinga. Markvörður Lyon, Grégory Coupet, sem þarf daglega að kljást við spyrnur Juninho á æfingum, segist vorkenna öðrum markmönnum. "Enn þann dag í dag get ég ekki lesið spyrnur Juninho. Það veit enginn hvernig hann fer að þessu. Ég er guðs lifandi feginn að vera með honum í liði en ekki á móti honum," segir Coupet. Tiago, annar liðsfélagi hans, tekur í sama streng. "Hann setur boltann þangað sem hann vill að hann fari. Hann er það góður," segir hann. Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
"Þegar hann stígur fram til að taka aukaspyrnur þá býst ég eiginlega við því að hann skori," segir Claudio Cacapa, varnarmaður Lyon í Frakklandi, um brasilíska samherja sinn Juninho Pernambucano sem í dag er óumdeilanega besti aukaspyrnusérfræðingur heims og er af flestum talinn hafa farið fram úr David Beckham í þeim hæfileika á núverandi leiktíð. Juninho hefur hreinlega farið á kostum í haust og er samanlagður fjöldi marka hans beint úr aukaspyrnum í öllum á þessu tímabili komið á annan tug. Á sínum fjórum árum með Lyon hefur Juninho skorað alls 55 mörk, þar af 21 beint úr aukaspyrnum. "Skotin eru að detta inn núna og auðvitað vonast ég til að skora fleiri mörk. En mitt hlutverk er fyrst og fremst að stjórna miðjuspilinu. Það er hlutverk framherjana að skora mörkin," segir hann sjálfur. Juninho hefur verið að þróa aukaspyrnustíl sinn allan sinn feril og vill ekkert segja til um hvert leyndarmálið á bakvið góða aukaspyrnu er. Sem strákur fylgdist hann grannt með brasilísku goðsögninni Zico og spyrnutækni hans - afganginn segir hann tilkomin vegna þolinmæði, mikilla æfinga og smávegis af heppni. Sérfræðingar eru á því að það sem gerir Juninho að þeim allra besta í bransanum sé fjölbreytni hans í spyrnum. Sem dæmi má nefna að í leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á dögunum skoraði Juninho eitt mark með því að skjóta í gegnum varnarvegginn og lagði upp annað með því að hreinlega bomba á John Carew, sóknarmann Lyon, þaðan sem hann breytti um stefnu og fór í markið. Í næsta leik á eftir gegn Olympiakos skoraði hann síðan með föstu bogaskoti yfir varnarvegginn og í samskeytin - eitthvað sem er aðeins á færi snillinga. Markvörður Lyon, Grégory Coupet, sem þarf daglega að kljást við spyrnur Juninho á æfingum, segist vorkenna öðrum markmönnum. "Enn þann dag í dag get ég ekki lesið spyrnur Juninho. Það veit enginn hvernig hann fer að þessu. Ég er guðs lifandi feginn að vera með honum í liði en ekki á móti honum," segir Coupet. Tiago, annar liðsfélagi hans, tekur í sama streng. "Hann setur boltann þangað sem hann vill að hann fari. Hann er það góður," segir hann.
Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira