Órói á Gaza-ströndinni 17. ágúst 2005 00:01 Ísraelskar hersveitir þvinga nú landnema á Gaza-ströndinni til að yfirgefa heimili sín þar en frestur til að fara friðsamlega rann út á miðnætti. Reiði og angist hrjá landnemana sem hafa sumir hverjir búið á svæðinu í nærri fjóra áratugi, en Palestínumenn gleðjast yfir því að fá hernumið land til baka. Skömmu eftir miðnætti í nótt létu óvopnaðir hermenn til skarar skríða gegn landnemum og nokkur þúsund stuðningsmönnum sem komið höfðu sér fyrir í landnemabyggðunum og vildu ekki fara. Fimm landnemabyggðir voru teknar fyrir; lögreglumenn tóku landnemana og þvinguðu inn í rútur sem óku þeim beint til Ísraels. Spennan var einna mest í Neve Demalim, byggð þar sem þúsundir ungra harðlínuþjóðernissinna komu sér fyrir í bænahúsi og neituðu að fara. Margir þeirra eru þeirrar trúar að guð hafi gefið gyðingum landið og því sé brotið gróflega á þeim. Hermenn hörfuðu undan ofsafullum landnemum sem orguðu og grýttu glervarningi í hermennina. Kona var handtekin fyrir að leggja til hermanns þar með hnífi. Reykur úr brennandi dekkjum og rusli lá yfir byggðinni. Kona á sjötugsaldri kveikti í sjálfri sér utan við lögregluvarðstöð í mótmælaskyni við brottflutninginn. Hún hlaut alvarleg brunasár á sextíu prósentum líkamans. Margir landnemanna fóru hins vegar friðsamlega og tveir þriðju þeirra hafa þegar tekið tilboði stjórnvalda um greiðslur og bætur. Þeir landnemar sem ekki voru með læti voru engu að síður sorgmæddir og tárfelldu margir þegar þeir yfirgáfu heimili sín í síðasta sinn. Í sumum byggðunum voru jarðýtur teknar við að rífa húsin sem þar voru. Þrjátíu og átta ár eru liðin frá því að Ísraelsmenn hernámu Gaza-ströndina en aðgerðirnar nú miða að því að skila landinu innan nokkurra daga. Palestínumenn gleðjast en óttast jafnframt að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ætli fyrir vikið að herða tökin á Vesturbakkanum, en nærri tíu prósent íbúa hans eru landnemar. Erlent Fréttir Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Ísraelskar hersveitir þvinga nú landnema á Gaza-ströndinni til að yfirgefa heimili sín þar en frestur til að fara friðsamlega rann út á miðnætti. Reiði og angist hrjá landnemana sem hafa sumir hverjir búið á svæðinu í nærri fjóra áratugi, en Palestínumenn gleðjast yfir því að fá hernumið land til baka. Skömmu eftir miðnætti í nótt létu óvopnaðir hermenn til skarar skríða gegn landnemum og nokkur þúsund stuðningsmönnum sem komið höfðu sér fyrir í landnemabyggðunum og vildu ekki fara. Fimm landnemabyggðir voru teknar fyrir; lögreglumenn tóku landnemana og þvinguðu inn í rútur sem óku þeim beint til Ísraels. Spennan var einna mest í Neve Demalim, byggð þar sem þúsundir ungra harðlínuþjóðernissinna komu sér fyrir í bænahúsi og neituðu að fara. Margir þeirra eru þeirrar trúar að guð hafi gefið gyðingum landið og því sé brotið gróflega á þeim. Hermenn hörfuðu undan ofsafullum landnemum sem orguðu og grýttu glervarningi í hermennina. Kona var handtekin fyrir að leggja til hermanns þar með hnífi. Reykur úr brennandi dekkjum og rusli lá yfir byggðinni. Kona á sjötugsaldri kveikti í sjálfri sér utan við lögregluvarðstöð í mótmælaskyni við brottflutninginn. Hún hlaut alvarleg brunasár á sextíu prósentum líkamans. Margir landnemanna fóru hins vegar friðsamlega og tveir þriðju þeirra hafa þegar tekið tilboði stjórnvalda um greiðslur og bætur. Þeir landnemar sem ekki voru með læti voru engu að síður sorgmæddir og tárfelldu margir þegar þeir yfirgáfu heimili sín í síðasta sinn. Í sumum byggðunum voru jarðýtur teknar við að rífa húsin sem þar voru. Þrjátíu og átta ár eru liðin frá því að Ísraelsmenn hernámu Gaza-ströndina en aðgerðirnar nú miða að því að skila landinu innan nokkurra daga. Palestínumenn gleðjast en óttast jafnframt að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ætli fyrir vikið að herða tökin á Vesturbakkanum, en nærri tíu prósent íbúa hans eru landnemar.
Erlent Fréttir Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira