Undrast viðbótarkostnað 18. október 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir sjálfsagt og nauðsynlegt að fara á næstunni yfir eftirlaunamál ráðherra og þingmanna.Um 650 milljóna króna viðbótarkostnaður hefur hlotist af nýju lögunum miðað við upphaflegar áætlanir og ákvæði í lögunum hafa sætt gagnrýni. „Þessi fjárhæð umfram áætlaðar skuldbindingar kemur mér á óvart," segir Halldór. „Maður er vanur að treysta útreikningum sem lagðir eru fram. Það liggur fyrir að þessi nýja löggjöf leiddi til skerðingar á sumum sviðum en aukningar á öðrum. Til dæmis var ljóst að kjör formanna stjórnarandstöðuflokka bötnuðu." Halldór segir að fyrir liggi hugmyndir um hugsanlegar breytingar. „Ég tel að það sé eðlilegt að ræða hugsanlegar breytingar á vettvangi forsætisnefndar þingsins. Það voru fulltrúar allra flokka sem fluttu þetta frumvarp og um það var samkomulag. Ef menn ná saman um breytingar koma þær til greina af minni hálfu. Ég hef sagt það áður og rætt þetta við forseta Alþingis." Fjársýsla ríkisins telur að lífeyrisskuldbindingar ráðherra og þingmanna hafi um síðustu áramót verið liðlega 400 milljónum króna hærri samkvæmt lögunum sem samþykkt voru í desember 2003 en verið hefði samkvæmt gömlu lögunum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tekið málið upp og gagnrýnir meðal annars að ráðherrar á besta aldri geti þegið eftirlaun þótt þeir séu í vel launuðum störfum hjá ríkinu. Samkvæmt úttekt Fréttablaðsins í janúar síðastliðnum höfðu að minnsta kosti níu fyrrverandi ráðherrar í fullu starfi rétt til eftirlauna. Sjö þeirra nutu eftirlauna á fullum launum á síðasta ári og námu greiðslurnar samtals um 17 milljónum króna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir sjálfsagt og nauðsynlegt að fara á næstunni yfir eftirlaunamál ráðherra og þingmanna.Um 650 milljóna króna viðbótarkostnaður hefur hlotist af nýju lögunum miðað við upphaflegar áætlanir og ákvæði í lögunum hafa sætt gagnrýni. „Þessi fjárhæð umfram áætlaðar skuldbindingar kemur mér á óvart," segir Halldór. „Maður er vanur að treysta útreikningum sem lagðir eru fram. Það liggur fyrir að þessi nýja löggjöf leiddi til skerðingar á sumum sviðum en aukningar á öðrum. Til dæmis var ljóst að kjör formanna stjórnarandstöðuflokka bötnuðu." Halldór segir að fyrir liggi hugmyndir um hugsanlegar breytingar. „Ég tel að það sé eðlilegt að ræða hugsanlegar breytingar á vettvangi forsætisnefndar þingsins. Það voru fulltrúar allra flokka sem fluttu þetta frumvarp og um það var samkomulag. Ef menn ná saman um breytingar koma þær til greina af minni hálfu. Ég hef sagt það áður og rætt þetta við forseta Alþingis." Fjársýsla ríkisins telur að lífeyrisskuldbindingar ráðherra og þingmanna hafi um síðustu áramót verið liðlega 400 milljónum króna hærri samkvæmt lögunum sem samþykkt voru í desember 2003 en verið hefði samkvæmt gömlu lögunum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tekið málið upp og gagnrýnir meðal annars að ráðherrar á besta aldri geti þegið eftirlaun þótt þeir séu í vel launuðum störfum hjá ríkinu. Samkvæmt úttekt Fréttablaðsins í janúar síðastliðnum höfðu að minnsta kosti níu fyrrverandi ráðherrar í fullu starfi rétt til eftirlauna. Sjö þeirra nutu eftirlauna á fullum launum á síðasta ári og námu greiðslurnar samtals um 17 milljónum króna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira