Skoða lagasetningu um einkavæðingu 18. október 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur að endurskoða þurfi verklagsreglur um einkavæðingu og hugsanlega setja lög um sölu ríkiseigna. Hann hygg -st nú skipa starfshóp sem í samráði við framkvæmdanefnd um einkavæðingu á að gera á tillögur um hvort rétt sé að endurskoða verklagsreglurnar. Tillaga Halldórs var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Á minnisblaði sem forsætisráðherra lagði fram á fundinum kemur fram að reglurnar hafi ekki verið endurskoðaðar síðan 1996. „Síðan þá er mikil reynsla komin á reglurnar enda umfangsmikil sala ríkiseigna á grundvelli þeirra farið fram," segir í minnisblaðinu. Í starfshópinn verða skipaðir fulltrúar forsætisráðuneytis, utanríkisráðuneytis, fjármálaráðuneytis og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, en ráðherrar þessara fjögurra ráðuneyta sitja í ráðherranefnd um einkavæðingu. Umboðsmanni Alþingis var sent í gær svarbréf við fyrirspurn hans til forsætisráðuneytisins um fyrirkomulag sölu ríkisfyrirtækja og félaga í eigu ríkisins til frambúðar. Í því er umboðsmanni skýrt frá samþykkt ríkisstjórnarinnar og einnig því að engar ákvarðanir hafi verið teknar um frekari sölu ríkiseigna. Hins vegar fari nú fram af hálfu framkvæmdanefndar samantekt á eignarhlutum ríkisins í einstökum fyrirtækjum, félögum, sjóðum og stofnunu. „Ef til vill þykir skynsamlegt út frá samkeppnissjónarmiðum og hagsmunum almennings og ríkisins að kanna betur hvort losa megi þar til frambúðar um eignarhald ríkisins að hluta til eða að fullu. Ljóst er að þegar til lengri tíma er litið verður að teljast sennilegt að sala ríkisfyrirtækja og félaga í samkeppnisrekstri haldi áfram sem og sala á eignarhlutum ríkisins í einstökum félögum," segir í bréfinu. „Slíkt er hins vegar háð vilja Alþingis og ríkisstjórna á hverjum tíma." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur að endurskoða þurfi verklagsreglur um einkavæðingu og hugsanlega setja lög um sölu ríkiseigna. Hann hygg -st nú skipa starfshóp sem í samráði við framkvæmdanefnd um einkavæðingu á að gera á tillögur um hvort rétt sé að endurskoða verklagsreglurnar. Tillaga Halldórs var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Á minnisblaði sem forsætisráðherra lagði fram á fundinum kemur fram að reglurnar hafi ekki verið endurskoðaðar síðan 1996. „Síðan þá er mikil reynsla komin á reglurnar enda umfangsmikil sala ríkiseigna á grundvelli þeirra farið fram," segir í minnisblaðinu. Í starfshópinn verða skipaðir fulltrúar forsætisráðuneytis, utanríkisráðuneytis, fjármálaráðuneytis og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, en ráðherrar þessara fjögurra ráðuneyta sitja í ráðherranefnd um einkavæðingu. Umboðsmanni Alþingis var sent í gær svarbréf við fyrirspurn hans til forsætisráðuneytisins um fyrirkomulag sölu ríkisfyrirtækja og félaga í eigu ríkisins til frambúðar. Í því er umboðsmanni skýrt frá samþykkt ríkisstjórnarinnar og einnig því að engar ákvarðanir hafi verið teknar um frekari sölu ríkiseigna. Hins vegar fari nú fram af hálfu framkvæmdanefndar samantekt á eignarhlutum ríkisins í einstökum fyrirtækjum, félögum, sjóðum og stofnunu. „Ef til vill þykir skynsamlegt út frá samkeppnissjónarmiðum og hagsmunum almennings og ríkisins að kanna betur hvort losa megi þar til frambúðar um eignarhald ríkisins að hluta til eða að fullu. Ljóst er að þegar til lengri tíma er litið verður að teljast sennilegt að sala ríkisfyrirtækja og félaga í samkeppnisrekstri haldi áfram sem og sala á eignarhlutum ríkisins í einstökum félögum," segir í bréfinu. „Slíkt er hins vegar háð vilja Alþingis og ríkisstjórna á hverjum tíma."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira