Erlent

Ríkisstjórnin veitir leyfi til að setja útgöngubann í Frakklandi

Ætlunin er að gefa sveitastjórnum í Frakklandi, leyfi til að setja á útgöngubann á þeim svæðum sem hafa orðið hvað verst úti vegna óeirðanna sem hafa geysað síðastliðin 11 kvöld. Dominique de Villpin forsætisráðherra Frakklands, tilkynnti þetta í dag.

Villepin segir þó að herinn verði ekki kallaður út til að stöðva óeirðirnar. Ríkisstjórn Frakklands mun koma saman á morgun til þess að hægt sé að greiða fyrir veitingu útgöngubannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×