Erlent

Óeirðir víðar en í Frakklandi

Það er ekki bara í Frakklandi sem óeirðir geisa: Í Belgíu og Þýskalandi var kveikt í bílum í nótt og stjórnmálamenn í Evrópu óttast að óróinn í Frakklandi breiðist út. En hvernig stendur á því að svona mikil spenna hefur myndast undanfarin ár og jafnvel áratugi? Hver er ástæðan og hvað má læra af mistökum annarra?

Í Berlín voru brenndir bílar, og í Bremen líka. Yfirvöld vilja ekki bera þetta saman við óeirðirnar í París en grunur leikur engu að síður á að fyrirmyndin sé sótt þangað. Í Brüssel var kveikt í bílum utan við aðaljárnbrautarstöðina. Yfirvöld víðsvegar í Evrópu óttast að óeirðirnar í Frakklandi breiðist út og það kannski ekki að ástæðulausu: víðar en í Frakklandi er mikið um innflytjendur og víða hefur sambýlið einkennst af spennu og skilningsleysi.

Um alla Evrópu eru til sambærileg dæmi: útlendingar eða nýbúar sem búa af einhverjum ástæðum í hverfumoftar en ekki fátækari hverfum borga og eru hornreka í samfélögunum sem þeir hafa jafnvel búið áratugum saman, meirihluta ævi sinnar, í.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×