Erlent

Ásakanir um kosningasvindl í Aserbaídjan

Flokkur Ilhams Alievs, forseta Aserbaídjan, fór með sigur í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir að kosningasvindl hafi átt sér stað og stefnir á götumómæli vegna kosninganna.

Flokkur Alievs mun fá 56 sæti á þingi af 125 þingsætum en það er nokkuð minna en í síðustu kosningum þegar flokkurinn hlaut 75 þingsæti. Helsti stjórnarandstöðuflokkurinn fékk 12 þingsæti. Hugsanlegt þykir að til átaka komi vegna úrslita kosninganna ef af götumótmælum verður og að þau muni auka óstöðugleikann í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×