West Ham yfir í hálfleik

West Ham er 2-1 yfir gegn Birmingham í hálfleik í mánudagsleiknum í ensku úrvalsdeildinni, en leikurinn fer fram á St. Andrews vellinum í Birmingham. Emile Heskey kom heimamönnum yfir eftir aðeins 12. mínútur, en Bobby Zamora jafnaði leikinn á þeirri 36. og Marlon Harewood kom þeim svo yfir rétt áður en flautað var til leikhlés.