Sagði nýtt þrælahald hér á landi 1. maí 2005 00:01 Óprúttnir atvinnurekendur og glæpamenn reka nýja tegund þrælahalds á Íslandi í dag og vitað er um nokkur hundruð erlenda starfsmenn hér á landi sem ekki njóta lágmarksréttinda, segir fyrsti varaformaður Eflingar. Formaður BSRB segir íslenskt samfélag standa á tímamótum og formenn stjórnarflokkanna hafi ekki minnst á atvinnuleysi og slíka hluti þegar þeir voteygir mærðu hvor annan á tíu ára afmæli ríkisstjórnarinnar. Einn réttur - ekkert svindl var yfirskrift hátíðahaldanna í Reykjavík og þar vísað til erlendra verkamanna hér á landi sem ekki njóta lögbundinna réttinda og fyrirtækja sem fari á svig við lög og rétt. Lögreglan telur að um þúsund manns hafi tekið þátt í kröfugöngunni sem gekk frá Skólavörðuholti og niður á Ingólfstorg þar sem útifundur var haldinn. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrsti varaformaður Eflingar, sagði nýjan og opinn vinnumarkað Evrópu skapa fólki í fátækari löndum ný tækifæri. En um leið opnist nýjar leiðir fyrir óprúttna atvinnurekendur og eftirlitskerfið sé vanmáttugt. Þess vegna gætu vafasamir atvinnurekendur og glæpamenn rekið hér neðanjarðarstarfsemi með svika- og leppafyrirtækjum sínum. Vitað væri með vissu að hér á landi væru nokkur hundruð erlendir starfsmenn sem ekki nytu lágmarkslaunakjara eða -réttinda. Það væri líka vitað með vissu að hér störfuðu fyrirtæki sem rækju nýja tegund af þrælahaldi þar sem menn byggju við ofurvald kúgara sinna eins og forðum daga. Þórunn kallar eftir hörðum aðgerðum gegn skattsvikum og svartri atvinnustarfsemi. Ísland sé fyrirmynd annarra þjóða í lífeyrismálum. Þann skugga bæri þó á að fjölgun öryrkja stefndi lífeyrisréttinum í hættu. Þar hafi allir sofið á verðinum en ólíðandi sé úrræðaleysi stjórnvalda í endurhæfingarmálum. Hún sagðist mestar áhyggjur hafa af misréttinu í þjóðfélaginu, launabil breikki milli nýríkra forstjóra og starfsmanna á gólfinu. „Íslensk verkalýðshreyfing á nú að heita því á 1. maí að vinna gegn launamisréttinu. Baráttunni fyrir réttlæti lýkur aldrei," sagði Þórunn, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, minnti á að menn töluðu um að það væri ekkert til sem héti ókeypis máltíð en formenn stjórnarflokkanna hefðu ekki hikað við að láta skattgreiðendur borga fyrir veislu sem haldin var í tilefni 10 ára afmælis ríkisstjórnarinnar þar sem formennirnir mærðu hvor annan. „Davíð sagði að Halldór væri mikilmenni og Halldór sagði að Davíð væri stórmenni. Þeir hefðu starfað svo vel saman félagarnir og tekið svo margar ákvarðanir. „Við erum svo fljótir að ákveða, sagði Davíð og Halldór forsætisráðherra sagði að þetta væri stór stund. Mér sýndist þeir vera votir til augnanna. Eflaust voru þeir hrærðir," sagði Ögmundur. Ögmundur sagði að ekkert hefði þar verið minnst á atvinnuleysi eða aðra neikvæða hluti. Enn fremur benti hann á að íslenskt samfélag væri á tímamótum. Sótt væri að réttindum og kjörum, skotleyfi hefði verið gefið út á allt sem væri samfélagslegt, peningahyggjan vildi Íbúðalánasjóð á haugana og talað væri um að flytja Kínverja frá Gulafljóti eða öðrum fátækustu svæðum jarðarkringlunnar til að kenna Íslendingum vinnurétt og að innleiða þjónustutilskipun Evrópusambandsins því þá yrði lag að markaðsvæða sjúkraganginn og barnaskólann. „Engin fyrirstaða við því að skerða réttindi launafólks og að sjálfsögðu styðja atvinnurekendur og Verslunarráðið GATTs samningana sem segja: Allt á markað, allt lifandi og dautt á markað," sagði Ögmundur. Á Akureyri var lítili þátttaka í hátíðahöldum dagsins og giskaði lögreglan á að um 50 manns hefðu tekið þátt í kröfugöngu þar. Meiri þátttaka var hins vegar á Egilsstöðum en það má reyndar þakka góðri fundarsókn íbúa kínverska alþýðulýðveldisins sem komu ofan af Kárahnjúkum í einum fimm rútum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Óprúttnir atvinnurekendur og glæpamenn reka nýja tegund þrælahalds á Íslandi í dag og vitað er um nokkur hundruð erlenda starfsmenn hér á landi sem ekki njóta lágmarksréttinda, segir fyrsti varaformaður Eflingar. Formaður BSRB segir íslenskt samfélag standa á tímamótum og formenn stjórnarflokkanna hafi ekki minnst á atvinnuleysi og slíka hluti þegar þeir voteygir mærðu hvor annan á tíu ára afmæli ríkisstjórnarinnar. Einn réttur - ekkert svindl var yfirskrift hátíðahaldanna í Reykjavík og þar vísað til erlendra verkamanna hér á landi sem ekki njóta lögbundinna réttinda og fyrirtækja sem fari á svig við lög og rétt. Lögreglan telur að um þúsund manns hafi tekið þátt í kröfugöngunni sem gekk frá Skólavörðuholti og niður á Ingólfstorg þar sem útifundur var haldinn. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrsti varaformaður Eflingar, sagði nýjan og opinn vinnumarkað Evrópu skapa fólki í fátækari löndum ný tækifæri. En um leið opnist nýjar leiðir fyrir óprúttna atvinnurekendur og eftirlitskerfið sé vanmáttugt. Þess vegna gætu vafasamir atvinnurekendur og glæpamenn rekið hér neðanjarðarstarfsemi með svika- og leppafyrirtækjum sínum. Vitað væri með vissu að hér á landi væru nokkur hundruð erlendir starfsmenn sem ekki nytu lágmarkslaunakjara eða -réttinda. Það væri líka vitað með vissu að hér störfuðu fyrirtæki sem rækju nýja tegund af þrælahaldi þar sem menn byggju við ofurvald kúgara sinna eins og forðum daga. Þórunn kallar eftir hörðum aðgerðum gegn skattsvikum og svartri atvinnustarfsemi. Ísland sé fyrirmynd annarra þjóða í lífeyrismálum. Þann skugga bæri þó á að fjölgun öryrkja stefndi lífeyrisréttinum í hættu. Þar hafi allir sofið á verðinum en ólíðandi sé úrræðaleysi stjórnvalda í endurhæfingarmálum. Hún sagðist mestar áhyggjur hafa af misréttinu í þjóðfélaginu, launabil breikki milli nýríkra forstjóra og starfsmanna á gólfinu. „Íslensk verkalýðshreyfing á nú að heita því á 1. maí að vinna gegn launamisréttinu. Baráttunni fyrir réttlæti lýkur aldrei," sagði Þórunn, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, minnti á að menn töluðu um að það væri ekkert til sem héti ókeypis máltíð en formenn stjórnarflokkanna hefðu ekki hikað við að láta skattgreiðendur borga fyrir veislu sem haldin var í tilefni 10 ára afmælis ríkisstjórnarinnar þar sem formennirnir mærðu hvor annan. „Davíð sagði að Halldór væri mikilmenni og Halldór sagði að Davíð væri stórmenni. Þeir hefðu starfað svo vel saman félagarnir og tekið svo margar ákvarðanir. „Við erum svo fljótir að ákveða, sagði Davíð og Halldór forsætisráðherra sagði að þetta væri stór stund. Mér sýndist þeir vera votir til augnanna. Eflaust voru þeir hrærðir," sagði Ögmundur. Ögmundur sagði að ekkert hefði þar verið minnst á atvinnuleysi eða aðra neikvæða hluti. Enn fremur benti hann á að íslenskt samfélag væri á tímamótum. Sótt væri að réttindum og kjörum, skotleyfi hefði verið gefið út á allt sem væri samfélagslegt, peningahyggjan vildi Íbúðalánasjóð á haugana og talað væri um að flytja Kínverja frá Gulafljóti eða öðrum fátækustu svæðum jarðarkringlunnar til að kenna Íslendingum vinnurétt og að innleiða þjónustutilskipun Evrópusambandsins því þá yrði lag að markaðsvæða sjúkraganginn og barnaskólann. „Engin fyrirstaða við því að skerða réttindi launafólks og að sjálfsögðu styðja atvinnurekendur og Verslunarráðið GATTs samningana sem segja: Allt á markað, allt lifandi og dautt á markað," sagði Ögmundur. Á Akureyri var lítili þátttaka í hátíðahöldum dagsins og giskaði lögreglan á að um 50 manns hefðu tekið þátt í kröfugöngu þar. Meiri þátttaka var hins vegar á Egilsstöðum en það má reyndar þakka góðri fundarsókn íbúa kínverska alþýðulýðveldisins sem komu ofan af Kárahnjúkum í einum fimm rútum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira