Erlent

Sgrena óhress með skýrslu

Rannsóknarnefnd bandaríska hersins hefur skilað skýrslu um atburðinn í síðasta mánuði þegar ítalskur leyniþjónustumaður féll fyrir skotum bandarískra hermanna þegar hann fylgdi blaðakonunni Giuliana Sgrena til flugvallarins í Bagdad en hún hafði verið gísl mannræningja. Niðurstaða hennar er að hermennirnir hafi ekki brotið af sér heldur hafi Ítalirnir virt stöðvunarmerki að vettugi. Sgrena lýsti í gær vanþóknun sinni á skýrslunni, bifreiðinni hafi verið ekið á löglegum hraða þegar skothríð hófst fyrirvaralaust. Hún segir það algert hneyksli ef ítölsk stjórnvöld kyngja skýrslunni mótbárulaust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×