Erlent

Stelpur á sterum

Ný bandarísk rannsókn sýnir að bandarískar stúlkur nota stera til að bæta útlitið að sögn CNN. Dæmi eru um telpur allt niður í níu ára gamlar sem taka inn stera. Vísindamenn við Michigan-háskóla rannsaka á hverju ári áhættuhegðun unglinga og segja þeir að steranotkun stúlkna sé áhyggjuefni. Fimm prósent menntaskólameyja hafa neytt stera og vaxtarhormóna og sjö prósent stúlkna í gagnfræðaskólum. Sumar neyta efnanna til að bæta sig í íþróttum en fleiri gera það til að létta sig og gera líkamann stæltari á skjótan hátt. Margvíslegar hættulegar aukaverkanir geta fylgt steranotkun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×