Innlent

Ingunnarskóli formlega opnaður í dag

MYND/Pjetur

Nýjasti grunnskóli Reykvíkinga, Ingunnarskóli í Grafarholti, var formlega opnaður í dag með pompi og pragt að viðstöddum borgarstjóra. Nemendur skólans tóku vel á gestum og sungu fyrir þá nokkur lög auk þess sem nemendur gáfu borgarstjóra mynd í þakklætisskyni fyrir skólann.

Ingunnarskóli er um margt merkilegur, en skólahúsið var hannað í samvinnu foreldra, íbúa og fyrirtækja í skólahverfinu auk skólafólks og verkfræðinga. Þá er í skólabyggingunni stórt miðrými sem rúmar aðalsamkomusal skólans, svið, bókasafn og mötuneyti. Það var bandaríski arkitektinn Bruce A. Jilk sem hannaði skólann en hann hlaut nýlega æðstu viðurkenningu bandarískra samtaka um skólahönnun. Ingunnarskóli er ætlaður 400-450 nemendum en starfsmenn hans eru um 80.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×