Erlent

Sjö hermenn felldir í Írak

Sjö írakskir hermenn liggja í valnum eftir árásir uppreisnarmanna í morgun. Árásum hefur heldur fækkað eftir kosningarnar um síðustu helgi, sem uppreisnarmönnum mistókst að eyðileggja, en þó hafa að minnsta kosti 20 írakskir hermenn fallið síðustu vikuna. Kosningabandalag sjíta hefur fengið meirihluta, eða um tvo þriðju hluta, þeirra atkvæða sem búið er að telja en búist er við að tölurnar breytist því þessi atkvæði koma frá landshlutum þar sem sjítar eru fjölmennir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×