Erlent

Sementsskip strandar í Álaborg

MYND/H.Kr.
Norskt sementsflutningaskip, skráð á Marshall-eyjum, strandaði með fullfermi á leið út úr höfninni í Álaborg í nótt og situr þar fast. Tólf manna áhöfn skipsins, sem að öllum líkindum var á leið til Íslands, er ekki í hættu en göt munu hafa komið á skrokk skipsins og er óttast að olía kunni að fara að leka úr því ef það næst ekki brátt á flot aftur. Um borð eru 50 tonn af olíu. Skipið sem heitir Banshee hefur oft komið með sementsfarma hingað til lands og á föstudag er einmitt væntanlegt sementsskip hingað frá Álaborg þannig að allt bendir til að þetta sé Íslandsfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×