Og lifðu hamingjusöm til ... 9. apríl 2005 00:01 Rúmlega þrjátíu ára ástarsaga fékk farsælan endi rétt fyrir hádegi þegar Karl Bretaprins og Camilla Parker Bowles gengu í hjónaband. Brúðkaupið átti að halda í gær en því var frestað vegna útfarar páfa. Í því er sagt kristallast ólánið í tengslum við samband Karls og Camillu sem urðu ástfangin fyrir þrjátíu og fjórum árum. Camilla er stóra ástin í lífi Karls. Þau hittust fyrst á Póló-leik árið 1971 þegar hann var tuttugu og tveggja ára og hún tuttugu og þriggja. Þau áttu í ástarsambandi í tvö ár en svo fór að hún giftist herforingja og eignaðist með honum tvö börn. Karl kvæntist aftur Díönu Spencer og eignaðist með henni tvo syni. Bæði skildu, eins og frægt er orðið, og hafa þurft að berjast við almenningsálitið sem hefur ekki verið hliðhollt Camillu eftir frásagnir Díönu prinsessu af því að Camilla hafi í raun verið þriðji aðilinn í hjónabandi þeirra Karls. Götur Windsor eru nú fullar af fólki sem freista þess að berja brúðhjónin augum. Rétt fyrir hálf tólf óku þau saman frá Windsor-kastala að ráðhúsinu þar sem athöfnin fer nú fram. Camilla var klædd hvítri dragt með barðastóran hvítan hatt. Fjölmiðlar fengu ekki að sýna frá athöfninni en þangað var aðeins boðið 30 gestum, nánustu aðstandendum brúðhjónanna. Nú rétt fyrir fréttir gengu hjónin út úr ráðhúsinu í Windsor, athöfninni lokið og þau gengin í hjónaband. Elísabet drottning, móðir Karls, og maður hennar voru ekki viðstödd athöfnina en koma hins vegar í átta hundruð manna veislu sem haldin verður eftir á í Windsor-kastala þar sem brúðhjónin verða blessuð. Meðal titla Karls er prins af Wales og því liggur beint við að eiginkona hans sé prinsessan af Wales. Camilla verður hins vegar hennar konunglega hátign Hertogaynjan af Cornwall sem er annar titill Karls, en sýnu lægri. Hún verður þó næsttignasta konan í fjölskyldunni, sett ofar systur Karls, Önnu prinsessu. Camilla fær þó ekki titilinn drottning, ef og þegar Karl tekur við konungdómi. MYND/APMYND/APMYND/AP Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira
Rúmlega þrjátíu ára ástarsaga fékk farsælan endi rétt fyrir hádegi þegar Karl Bretaprins og Camilla Parker Bowles gengu í hjónaband. Brúðkaupið átti að halda í gær en því var frestað vegna útfarar páfa. Í því er sagt kristallast ólánið í tengslum við samband Karls og Camillu sem urðu ástfangin fyrir þrjátíu og fjórum árum. Camilla er stóra ástin í lífi Karls. Þau hittust fyrst á Póló-leik árið 1971 þegar hann var tuttugu og tveggja ára og hún tuttugu og þriggja. Þau áttu í ástarsambandi í tvö ár en svo fór að hún giftist herforingja og eignaðist með honum tvö börn. Karl kvæntist aftur Díönu Spencer og eignaðist með henni tvo syni. Bæði skildu, eins og frægt er orðið, og hafa þurft að berjast við almenningsálitið sem hefur ekki verið hliðhollt Camillu eftir frásagnir Díönu prinsessu af því að Camilla hafi í raun verið þriðji aðilinn í hjónabandi þeirra Karls. Götur Windsor eru nú fullar af fólki sem freista þess að berja brúðhjónin augum. Rétt fyrir hálf tólf óku þau saman frá Windsor-kastala að ráðhúsinu þar sem athöfnin fer nú fram. Camilla var klædd hvítri dragt með barðastóran hvítan hatt. Fjölmiðlar fengu ekki að sýna frá athöfninni en þangað var aðeins boðið 30 gestum, nánustu aðstandendum brúðhjónanna. Nú rétt fyrir fréttir gengu hjónin út úr ráðhúsinu í Windsor, athöfninni lokið og þau gengin í hjónaband. Elísabet drottning, móðir Karls, og maður hennar voru ekki viðstödd athöfnina en koma hins vegar í átta hundruð manna veislu sem haldin verður eftir á í Windsor-kastala þar sem brúðhjónin verða blessuð. Meðal titla Karls er prins af Wales og því liggur beint við að eiginkona hans sé prinsessan af Wales. Camilla verður hins vegar hennar konunglega hátign Hertogaynjan af Cornwall sem er annar titill Karls, en sýnu lægri. Hún verður þó næsttignasta konan í fjölskyldunni, sett ofar systur Karls, Önnu prinsessu. Camilla fær þó ekki titilinn drottning, ef og þegar Karl tekur við konungdómi. MYND/APMYND/APMYND/AP
Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira